Aðeins má keppa fyrir eitt félag

Af gefnu tilefni vilja keppnis- og laganefnd LH koma því á framfæri við mótshaldara og keppendur á hinum ýmsu mótum félaga innan LH, að keppandi má aðeins keppa fyrir eitt félag á hverju keppnistímabili. Sjá nánar í grein 3.3.3. í Lögum og reglum LH.

Hulda og Draupnir frá Brautarholti sigruðu Allra sterkustu

Síðastliðinn laugardag fór fram styrktarmót íslenska landsliðsins í hestaíþróttum "Þeir allra sterkustu" í Samskipahöllinni Spretti í Kópavogi. Margt var um manninn og frábær stemning. Hestakosturinn var góður og ótrúlega jafn en það enduðu tíu hestar í úrslitum.

SKRÁNING HAFIN Á KVENNATÖLTIÐ

Skráning á hið eina sanna Kvennatölt Spretts er hafin og stendur yfir til miðnættis 7. apríl nk. Mótið sem er í boði Mercedes-Benz að þessu sinni verður veglegt sem fyrr og boðið er upp á keppni í fjórum flokkum:

Liðsstjóri óskast á FEIF Youth Cup

FEIF Youth Cup 2018 verður haldinn í Axevalla Travbana í Svíþjóð 28. júlí – 4. ágúst og er fyrir unglinga sem verða 14-17 ára 2018. Youth Cup er alþjóðleg keppni þar sem keppt er í T7, T3, T6, PP2, P2, V2, F2, V5, FR1, TR1, CR1, TiH Level 1, FS3, Team test. Ísland fær að senda 8 fulltrúa á mótið, auk fararstjóra.