21.04.2020
Hestamannafélögin Adam, Freyfaxi og Neisti voru að bætast í hóp þeirra félaga sem hafa keypt aðgang fyrir sína félagsmenn að myndböndum frá landsmótum á WorldFeng.
20.04.2020
Stóðhestavelta landsliðsins hefur undanfarin ár skilað mikilvægum tekjum til landsliðsmála LH.
17.04.2020
Takið þátt í listasamkeppni í tilefni af Alþjóðlegum degi íslenska hestsins og teiknið, málið eða föndrið myndir af íslenska hestinum í íslenskri náttúru.
17.04.2020
Sú ákvörðun hefur verið tekin af Landssambandi hestamannafélaga, Félagi hrossabænda og Rangárbökkum, þjóðaleikvangi íslenska hestsins ehf. að fresta Landsmóti hestamanna sem fara átti fram á Hellu dagana 6. – 11. júlí.
16.04.2020
FEIF Youth Cup 2020 sem halda átti í Vilhelmsborg í Danmörku 18. – 26. júlí 2020 hefur verið aflýst vegna covid-19 faraldursins
14.04.2020
Hestamannafélögin Borgfirðingur, Máni Skagfirðingur og Sóti voru að bætast í hóp þeirra félaga sem hafa keypt aðgang fyrir sína félagsmenn að myndböndum frá landsmótum á WorldFeng.
08.04.2020
Formenn sambanda Norðurlanda hafa komist að þeirri niðurstöðu að Norðurlandamótinu 2020, sem vera átti í Svíþjóð 28. júlí til 2. ágúst, verði aflýst vegna COVID-19.
06.04.2020
Nú fer senn að líða að páskum og reikna má með aukinni umferð á reiðvegum. Við viljum því benda fólki að virða umferðarreglur hestamanna í þéttbýli.