06.08.2022
Kristín Eir Hauksdóttir Holaker og Þytur frá Skáney sigruðu í fórgangi V2 í barnaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga 2022. Kristín og Þytur hlutu 6,77 í einkunn í úrslitum.
06.08.2022
Jón Ársæll Bergmann og Rikki frá Stóru-Gröf ytri sigruðu í 100m flugskeiði í unglingaflokki á glæsilegum tíma, 7,83 sek.
06.08.2022
Þórgunnur Þórarinsdóttir og Hnjúkur frá Saurbæ sigruðu fjórgang V1 í unglingaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga 2022. Þau hlutu einkunnina 7,10 í úrslitum.
Kaupfélag Borgfirðinga styrkti þessa grein á mótinu og Lífland gaf gjafabréf til sigurvegara. Farandbikar LH var gefinn af Hestamannafélaginu Spretti. Til hamingju Þórgunnur!
05.08.2022
Norðurlandamótið 2022 er handan við hornið og að þessu sinni fer það fram á Álandseyjum (Åland) á milli Finnlands og Svíþjóðar. Álandseyjar eru skerjagarður sem telur um 6500 eyjar á milli þessara tveggja landa. Mótið fer fram á brokkkappreiðabraut sem kallast „travet mitt i havet“ („brokkið úti á hafi“) og liggur á meginlandi eyjanna rétt við Mariehamn.
05.08.2022
Matthías Sigurðsson og Tign frá Fornusöndum báru sigur úr býtum í gæðingaskeiði í unglingaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga. Matthías og Tign áttu glæsilega spretti sem skiluðu þeim 7,08 í einkunn.
04.08.2022
Fyrstu Íslandsmeistararnir voru krýndir í dag á Íslandsmóti barna og unglinga en það voru þær Kristín Eir Hauksdóttir sem sigraði fimi A í barnaflokki á Þyt frá Skáney og Þórgunnur Þórarinsdóttir sigraði fimi A í unglingaflokki á Hnjúk frá Saurbæ.
04.08.2022
Jakob Svavar Sigurðsson keppir í fjórgangi og tölti á Hálfmána fá Steinnesi og í A-flokki gæðinga á Eldjárni frá Skipaskaga og Helga Una Björnsdóttir keppir á Leik frá Lækjamóti í A-flokki gæðinga.
02.08.2022
Hinrik Þór Sigurðsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri afreks- og mótamála á skrifstofu LH. Hinrik mun stýra greiningarvinnu er varðar skipulag mótahalds og keppni í hestaíþróttum og skipulagningu afreksmála LH.