Námskeið í Ólympíu í Grikklandi

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, konu og karli, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 11. til 25. júní n.k.

Hrímnis 4g í Herði - ráslisti

Ráslistinn fyrir Hrímnis fjórganginn í reiðhöllinni í Herðí er tilbúinn. Alls er 41 knapi á ráslista og það er Kári Steinsson sem ríður á vaðið á Bjarti frá Garðakoti. Mótið hefst kl. 19 í kvöld föstudagskvöld.

Skráning í fullum gangi fyrir Ískaldar töltdívur

Mikil stemning er fyrir Ísköldum töltdívum og sjáum við fram á frábært mót til styrktar Landsliði Íslands í hestaíþróttum.

WR mót á Íslandi 2016

Mótshaldarar þurfa að sækja um WR mót til LH og LH sækir um það til FEIF. Sækja þarf um WR mót fyrir 15. mars n.k.

Þjálfarar kynbótahrossa - námskeið

Námskeið fyrir þjálfara kynbótahrossa verður haldið á Skeiðvöllum 5. - 8. apríl 2016. Námskeiðið er sérstaklega ætlað þjálfurum á aldrinum 18-30 ára.

Dómar unghrossa - námskeið

Barbara Frische alþjóðlegur kynbótadómari, mun halda námskeið í mati á unghrossum og folöldum. Námskeiðið fer fram á Hólum í Hjaltadal dagana 13. - 14. mars 2016.

FEIF Youth Cup 2016 - umsóknir

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Cup sem haldið verður dagana 23. - 31. júlí 2016 í Exloo Hollandi.

Skráning hafin á Ískaldar töltdívur

Töltmótið "Ískaldar töltdívur" verður haldið í Samskipahöllinni (Spretti) laugardaginn 20. febrúar næstkomandi. Skráningin hófst í morgun og fer vel af stað!

Stofnun afrekshóps LH

Landsambandssamband hestamannafélaga hefur að undanförnu undirbúið stofnun afrekshóps. Að undirbúningnum komu fulltrúar æskulýðs– og menntanefndar LH, formaður landsliðsnefndar og liðstjóri landsliðsins, auk formanns og varaformanns LH.

Ný og breytt kortasjá reiðleiða

Búið er að uppfæra kortasjá reiðleiða í nýjan gagnagrunn sem er hraðvirkari og einfaldari í notkun.