Gáski frá Sveinsstöðum og Ólafur unnu B-úrslit B-flokks

B úrslitum í B flokki gæðinga lauk rétt í þessu eftir hörkuspennandi keppni á milli tvíeykisins Gáska frá Sveinsstöðum og Ólafs Magnússonar annars vegar og Flygils frá Vestur-Leirárgörðum og Marteini Njálssyni hins vegar.

Máttur frá Torfunesi efstur í A-flokki

Mikil stemning er að myndast í brekkunni á Kaldármelum og rétt í þessu lauk fordómum í A flokki. Máttur frá Torfunesi vermir fysta sætið með 8,62, Þóra frá Prestsbæ er í öðru sæti með 8,44 og Sólon frá Skáney hlaut einkunnina 8,40.

Kiljan frá Steinnesi efstur 5v. stóðhesta

Rétt í þessu lauk fordómum í 5 vetra flokki og ber mönnum saman um að í þeim flokki sé að finna hvern glæsigripinn á fætur öðrum.

Skrifstofa LH lokuð

Skrifstofa Landssambands hestamannafélaga verður lokuð eftir hádegi á morgun, föstudaginn 3.júlí, frá kl.12:00 vegna sumarleyfa starfsmanna.

Myndir af FM09

Hægt er að skoða myndir frá forkeppni Fjórðungsmóts á myndasíðu Kolbrúnar Grétarsdóttur með því aðsmella hér.

Asi frá Lundum II efstur 4v. stóðhesta eftir fordóma

Dómar liggja nú fyrir í 4 ja vetra flokki stóðhesta í forkeppni á Fjórðungsmóti.  Efstur er Asi frá Lundum II með 8,41 í aðaleinkunn. 

Guðný Margrét leiðir Barnaflokkinn

Forkeppni í barnaflokki var að ljúka á Kaldármelum og er það Guðný Margrét Siguroddsdóttir á Lyftingu frá Kjarnholtum sem er efst með 8,56 í einkunn.

Mannlífsmyndir frá úrtökumótinu HM09

Mannlífsmyndir frá úrtökumótinu, sem haldið var 16. og 18. júní á Félagssvæði Fáks, fyrir Heimsmeistaramótið í Sviss eru nú komnar inn á vefinn.

Fordómum 7v. hryssna og eldri lokið

Fordómum í keppni 7 vetra hryssna og eldri var að ljúka á Kaldármelum.  Harka frá Svignaskarði er efst eftir forkeppnina með einkuninna 8,33. 

Spennandi dagur hafin og sólin að ná yfirhöndinni

Keppni í barnaflokki hófst á mótsvæðinu á Kaldármelum í morgun og stendur hún til hádegis.