18.07.2009
Forkeppnin í tölti á Íslandsmótinu í hestaíþróttum var æsispennandi og eru það Halldór Guðjónsson og
Nátthrafn frá Dallandi sem standa efstir með einkunnina 8,43.
17.07.2009
Keppni í fimmgangi á Íslandsmóti í hestaíþróttum er nýlokið. Efstur er landsliðknapinn Daníel Jónsson á
Tón frá Ólafsbergi með einkunnina 7,43.
17.07.2009
Einar Öder Magnússon landsliðseinvaldur hefur valið þriðja ungmennið í íslenska landsliðið sem fer á Heimsmeistaramótið
í Sviss.
16.07.2009
Síðasta grein fyrsta dags á Íslandsmótinu í hestaíþróttum var 100m skeið. Agnar Snorri Stefánsson bar sigur úr
býtum á Ester frá Hólum á tímanum 7,65 og var þar með fyrsti Íslandsmeistari mótsins krýndur.
16.07.2009
Í dag var keppt í slaktaumatölti á Íslandsmóti í hestaíþróttum. Það er Sigurður Sigurðarson á Herði
frá Eskiholti II sem leiðir keppnina með 7,90 í einkunn.
16.07.2009
Fyrsta grein á Íslandsmótinu í hestaíþróttum var fjórgangur. Það er landsliðsknapinn Snorri Dal á Oddi frá
Hvolsvelli sem leiðir keppni með einkunnina 7,40.
16.07.2009
Íslandsmót fullorðinna 2009 er hafið á Akureyri. Stefnt er að því að færa inn einkunnir eins fljótt og auðið er inn á
heimasíðu Léttis www.lettir.is.
16.07.2009
12. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Sauðárkróki um Verslunarmannahelgina og hefst 31.júlí. Þar verður m.a. keppt í
hestaíþróttum og er sú keppni opin öllum krökkum og unglingum á aldrinum 11-18 ára.
15.07.2009
Íslandsmót í hestaíþróttum hefst í fyrramálið klukkan 8:30 með knapafundi. Fyrsta grein mótsins er fjórgangur og hefst
keppni þar klukkan 10:00.
14.07.2009
Vegna fjölda áskoranna höfum við ákveðið að breyta dagsskrá mótsins á þá leið að gæðingaskeið
verður fært frá laugardegi yfir á föstudag klukkan 19:00.