06.08.2009
Jens Einarsson:
Enginn íslenskur kepppandi er í B úrslitum í tölti. Þó er líklegt að einhver dragi sig út úr úrslitunum. Til dæmis
Lena Trappe ef allt gengur upp í fjórgangi, þar sem hún þykir líkleg í toppbaráttuna. Þá er næstur inn Haukur Tryggvason
á Baltasar frá Freyelhof, sem fékk 6,80 í forkeppni og ellefta sætið. Og þarnæstur Þórarinn Eymundsson á Krafti með 6,73.
06.08.2009
Jens Einarsson:
Ekkert nema slys kemur í veg fyrir að Jóhann Skúlason á Hvini frá Holtsmúla verði heimsmeistari í tölti á HM2009. Hann reið
glæsilegt prógram í forkeppninni í dag og fékk 8,43 í einkunn. Tindur frá Varmalæk og Kraftur frá Bringu hjá heimsmeisturunum Stian
Petersen og Þórarni Eymundssyni virðast hins vegar heillum horfnir og komust hvorugur í úrslit.
05.08.2009
Jens Einarsson:
Peyjarnir okkar stóðu sig vel í forkeppni í fimmgangi. Valdimar Bergsstað á Orion frá Lækjarbotnum er í 18. sæti í röð og
þriðji í ungmennflokki á eftir hinni sænsku Söndru Jonsson á Ara frá Öllstorp, sem er önnur. Teitur Árnason á Glað
frá Brattholti er 19. í röð og í fjórða sæti. Efstur í ungmennaflokki er þjóðverjinn Jonas Hassel á Seifi frá
Birkenhof.
05.08.2009
Jens Einarsson:
Fimm sterkir keppendur munu keppa í B úrslitum í fimmgangi á HM09. Allir eiga möguleika. Einkunnir þeirra eru fremur jafnar. Haukur Tryggvason á Baltasar
frá Freyelhof er þó líklegastur til að vinna. Er í sjötta sætinu með dálítið forskot í einkunn. Hann hefur átt
góðu gengi að fagna á tímabilinu, varð meðal annars í öðru sæti á Þýska meistaramótinu á eftir Rúnu
Einarsdóttur.
05.08.2009
Jens Einarsson:
Ekki eru allar ferðir til fjár. Það máttu nokkrir knapar í fimmgangi á HM09 reyna í dag. Frægir knapar sem allir reiknuðu með í
toppbaráttuna voru óheppnir og komust ekki í úrslit. Þar á meðal heimsmeistarinn Þórarinn Eymundsson á Krafti frá Bringu, sem
freistaði þess að verja titilinn.
05.08.2009
Jens Einarsson:
Daníel Jónsson var hylltur af áhorfendum að lokinni sýningu hans á Tóni frá Ólafsbergi í forkeppni í fimmgangi á HM09.
Áhorfendur frá öllum þjóðum stöppuðu, klöppuðu og hrópuðu. Einkunnir dómara voru þó ekki í takt við
fagnaðarlætin. Þó allgóð, 7,53.
05.08.2009
Jens Einarsson:
Victor frá Diisa er efstur allra kynbótahrossa á HM09 í Sviss eftir fordóma með 8,63 í aðaleinkunn. Hann jafnar einkunn sína frá
því á Osterbyholz í vor og á nú yfirlitssýningu eftir. Hann gæti hæglega hækkað sig fyrir skeið, en það er í
dómsorði sagt fjórtaktað og ekki ferðmikið. Það er eigi að síður mjög fallegt sem gangtegund.
04.08.2009
Jens Einarsson:
Mótssvæðið í Brunnadern í Sviss er áreiðanlega það fallegasta sem hýst hefur heimsmeistaramót íslenskra hesta til
þessa. Umhverfinu er varla hægt að lýsa öðruvísi en það sé eins og klippt út úr góðri myndasögu fyrir börn.
04.08.2009
Jens Einarsson:
Kynbótahryssur á HM2009 eru þokkalegar. Þrjár bera nokkuð af. Það eru sjö vetra hryssunar Kvika frá Forstwald, Þýskalandi,
setin af Nils Christian Larsen og Fluga frá Auas Sparsas, Sviss, setin af Barandun Flurina. Og hin sex vetra Vordís vom Kronshof, setin af Frauke Schenzel.
04.08.2009
Jens Einarsson:
Tveir keppendur frá Íslandi keppa í úrslitum í slaktaumatölti á HM2009. Rúna Einarsdóttir á Frey frá Nordsternhof er
í öðru sæti með 7,80 og Sigurður Sigurðarson á Herði frá Eskiholti er í fjórða sæti með 7,63. Það er hins
vegar Daninn Dennis Hedebo Johansen á Alberti frá Strandarhöfði sem trónir á toppnum eftir forkeppnina með 7,97.