Búið að fullreyna gamla formið

Sú hugmynd var viðruð á umræðufundi LH um LM2008 að sleppa bæri milliriðlum í gæðingakeppni, sleppa B úrslitum og fækka hrossum. Sigurður Ævarsson, mótsstjóri, sagði að gæðingakeppnin á LM2008 hefði tekið 40 klukkustundir.

5000 vinnustundir fyrir félagana

Stjórnar- og nefndarmenn í Sörla leggja fram um það bil 5000 vinnustundir í sjálfboðavinnu fyrir félaga sína. Það er samt sem áður ekki nóg í næst stærsta hestamannafélagi landsins, að mati Sigurðar Ævarssonar. Hann skrifar pistil í fréttabréf Sörla.

Ekki gerlegt að sleppa fordómum kynbótahrossa

Jón Finnur Hansson, framkvæmdastjóri Fáks, sagði á umræðufundi LH um LM2008 að hann væri á móti því að kynbótahrossum yrði fækkað á LM. Hann færi á Landsmótin til að sjá þau sem flest og fá samanburð. Betra væri að sleppa fordómum, láta yfirlitssýningu og verðlaunaafhendingu nægja. Hugsanlega mætti dæma tíu efstu hross í hverjum flokki eftir yfirlitssýningu til að raða í verðlaunasæti.

Kynbótahross inn á hringvöll

Hugsanlegt er að kynbótahross verði dæmd á hringvelli næsta vor og sumar. Sú hugmynd er nú til umræðu í fagráði hrossaræktarinnar. Guðlaugi Antonssyni, hrossaræktarráðunauti, lýst ekki illa á hugmyndina.

Áverkar á kynbóta- hrossum vonbrigði

„Ég ríð út allan veturinn og fer í ferðalög á sumrin. Ég verð mjög sjaldan fyrir því að hrossin mín missi undan sér skeifu eða grípi fram á sig. Maður hlýtur því að spyrja hvers vegna þetta er svona mikið vandamál í kynbótasýningum,“ segir Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur.

Stofnverndarsjóður er ennþá til

Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur, segir að stofnverndarsjóður sé ennþá til. Hlutverk hans sé, eins og nafnið gefur til kynna, að grípa inn í ef verðmæti í stofninum séu talin í hættu.

Meira en þriðja hvert kynbótahross með áverka

Heyrst hefur að 37% kynbótahrossa á LM2008 hafi verið með áverka af einhverju tagi; aðallega fótaágrip og sár í munni. Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur vildi ekki staðfesta þessa tölu en segir að verið sé að yfirfara upplýsingar frá skoðunarmönnum.

Vilja minnka umfang Landsmótanna

Almennur vilji virðist fyrir því meðal hestamanna að létta dagskrá Landsmóta hestamanna. Á umræðufundi LH um LM2008 voru flestir sem tóku til máls á þeirri skoðun. Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur lagði til að kynbótahrossum yrði fækkað í 150 á LM2010. Einnig lagði hann til að milliriðlum og B úrslitum í gæðingakeppni verði sleppt.

Landsmótin þurfa endurskoðunar við

Það þarf að endurskoða Landsmót hestamanna frá grunni. Ég get ekki séð að það sé raunhæft að halda áfram á sömu braut,“ segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda. Kristinn verður á fundi LH um LM2008 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag klukkan fimm síðdegis.

Staða hrossabænda mun versna

Staða hrossabænda mun versna, alveg eins og flestra annarra stétta. Annað væri ekki raunhæft að áætla, segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda. „Hestasala innanlands er að dragast saman, það er alveg ljóst. Ég geri líka ráð fyrir að fólk muni spara við sig að láta temja í vetur.“