Sérstök ráðstefna um Landsmót

„Það er ekki tími til ræða jafn viðamikið mál og Landsmót á svona þingi. Það þarf að boða til ráðstefnu sem stendur í það minnsta í heilan dag,“ sagði Jónas Vigfússon, formaður Funa í Eyjafirði á Landsþingi LH.

Friðsamt LH þing

Fimmtugasta og sjötta Landsþing LH tókst prýðilega. Nokkrar tillögur voru samþykktar, sem til framfara þóttu, en margar voru felldar. Allmörgum tillögum var vísað til stjórnar eða í milliþinganefnd. Engin átakamál lágu fyrir þinginu, sem var friðsamt.

Afgreiðsla tillagna á LH þingi 2008

Nú er hægt að sjá afgreiðslu tillagna á LH þingi 2008 hér á síðunni. Með því að smella á \"Landsþing\" í hnapparöðinni hér til vinstri, og síðan á \"Afgreiðsla þingskjala 2008, neðst á síðunni.

Gott þing hjá Kópsmönnum

Kópsmenn fengu hrós frá formanni LH fyrir vel skipulagt og gott Landsþing. Ekki síður fyrir gott viðmót. Ritarar þingsins voru báðir úr Kópi. Það voru þær Fanney Ólöf Lárusdóttur og Elín Heiða Valsdóttir. Leistu þær sitt verk vel af hendi.

Ísleifur Jónasson nýr maður í aðalstjórn

Ísleifur Jónasson í Kálfholti, Geysi, er nýr maður í aðalstjórn LH. Sigrún Kristín Þórðardóttir, formaður Þyts, fékk flest atkvæði í varastjórn. Allir aðalmenn voru endurkjörnir nema Einar Ragnarsson, sem er fluttur til útlanda og gaf eðli málsins samkvæmt ekki kost á sér.

Ármótakveðja frá LH

Landssamband hestamannafélaga óskar hestafólki um allt land gleðilegs árs og friðar, og þakkar kærlega fyrir viðburðaríkt síðastliðið ár.

Græðum upp sandinn með Ella

Erling Sigurðsson var nokkuð áberandi á Landsþingi LH. Hann hafði skoðanir á ýmsum málum, en húmorinn var í lagi og stutt í grínið. Lýsingar hans á aðstöðu knapa og keppnishrossa á LM2008 vöktu hlátur og urðu efni í vísur. Kveðskapur á LH þingum hefur þó minnkað verulega frá því sem áður var.

Fimm fengu gullmerki LH

Fimm félagar í hestamannahreyfingunni voru sæmdir gullmerki LH á Landsþingi samtakanna sem hófst í dag. Fjórir karlar og ein kona. Að mati viðstaddra voru þessir aðilar allir vel að merkinu komnir.

Fimm fengu gullmerki LH

Fimm félagar í hestamannahreyfingunni voru sæmdir gullmerki LH á Landsþingi samtakanna sem hófst í dag. Fjórir karlar og ein kona. Að mati viðstaddra voru þessir aðilar allir vel að merkinu komnir.

24 milljóna hagnaður af LM08

Tuttugu og fjögra milljón króna hagnaður er af rekstri Landsmóts ehf. fyrstu níu mánuði ársins 2008, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri. Lárus Dagur Pálsson, stjórnarformaður Landsmóts ehf. gerði grein fyrir stöðunni á Landsþingi LH í dag.