Á járnum eða ekki

Keppandi á að dæmast úr leik ef hestur missir undan sér skeifu í keppni. Þetta er tillaga hestamanna í Loga á 56. Landsþingi LH. Tillagan miðar að breytingu á lögum og reglum LH, grein 8.1.4.3. Skeifur. Inn í þá grein vilja Logamenn setja afdráttarlausa og skýra setningu: „Missi hestur skeifu/r dæmist keppandinn sjálfkrafa úr leik.“

Íbúum á Klaustri fjölgar um 300

Íbúum á Kirkjubæjarklaustri mun fjölga um 300 manns dagana 24. og 25. október, en þá verður Landsþing LH haldið þar í bæ. Þingfulltrúar eru 170 og gert er ráð fyrir að makar og aðrir boðsgestir verði allt að 150.

Allir í félagsbúningi

Gustarar vilja skylda alla knapa á mótum sem haldin eru á vegum LH að klæðast félagsbúningi þess félags sem keppt er fyrir. Félagsjakkinn undirstriki að knapinn sé fulltrúi félags innan Landssambands hestamannafélaga.

Dómarakostnaður sligar litlu félögin

Kostnaður vegna dómara á hestamótum er farinn að sliga lítil hestamannafélög í dreifbýlinu. Hestamannafélagið Hornfirðingur leggur til að Landsþing samþykki stofnun sjóðs til jöfnunar á aksturskostnaði dómara. Annars sé einsýnt að litlu félögin haldi ekki mót nema annað hvert ár.

Hornfirðingar vinna í reiðhallarmálum

Hornfirðingar vinna nú í því að koma reiðhöll sinni undir þak. Byrjað var á húsinu fyrir um það vil tveimur árum síðan. Stálagrindin hefur verið reist en er þó ekki tilbúin til klæðningar. Reiðhöllin er í fullorðinni stærð, 54x24 fermetrar að flatarmáli.

Nýr völlur hjá Sóta á Álftanesi

Hestamannafélagið Sóti vígði endurbættan keppnisvöll sinn, sunndaginn 5. október á óhefðbundinn þátt. Þar sem fáir hestar eru á járnum nú á haustmánuðum í sveitarfélaginu var ákveðið að tileinka daginn framtíðar hestamönnum á Álftanesi og bjóða krökkum í sveitarfélaginu að vígja völlinn.

5000 vinnustundir fyrir félagana

Stjórnar- og nefndarmenn í Sörla leggja fram um það bil 5000 vinnustundir í sjálfboðavinnu fyrir félaga sína. Það er samt sem áður ekki nóg í næst stærsta hestamannafélagi landsins, að mati Sigurðar Ævarssonar. Hann skrifar pistil í fréttabréf Sörla.

Búið að fullreyna gamla formið

Sú hugmynd var viðruð á umræðufundi LH um LM2008 að sleppa bæri milliriðlum í gæðingakeppni, sleppa B úrslitum og fækka hrossum. Sigurður Ævarsson, mótsstjóri, sagði að gæðingakeppnin á LM2008 hefði tekið 40 klukkustundir.

Stofnverndarsjóður er ennþá til

Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur, segir að stofnverndarsjóður sé ennþá til. Hlutverk hans sé, eins og nafnið gefur til kynna, að grípa inn í ef verðmæti í stofninum séu talin í hættu.

Ekki gerlegt að sleppa fordómum kynbótahrossa

Jón Finnur Hansson, framkvæmdastjóri Fáks, sagði á umræðufundi LH um LM2008 að hann væri á móti því að kynbótahrossum yrði fækkað á LM. Hann færi á Landsmótin til að sjá þau sem flest og fá samanburð. Betra væri að sleppa fordómum, láta yfirlitssýningu og verðlaunaafhendingu nægja. Hugsanlega mætti dæma tíu efstu hross í hverjum flokki eftir yfirlitssýningu til að raða í verðlaunasæti.