Ræktunarbú Eyfirðinga og Þingeyinga

Fimm ræktunarbú eru tilnefnd til ræktunarverðlauna Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga. Verðlaun verða veitt á haustfundi HEÞ sem verður haldinn í Funaborg á Melgerðismelum 3. desember.

Dýrara að ríða í félagsbúningi!

Fulltrúar á 56. landsþingi LH voru ekki tilbúnir til að samþykkja tillögu frá Gusti um að skylda alla knapa á löglegum mótum hestamannafélaganna innan LH til að nota félagsjakka [félagsbúninga]. Helstu mótrökin voru að félagsbúningar væru dýrir.

Afmælishátíð Léttis

Hestamannafélagið Léttir á Akureyri hélt upp á áttræðis afmæli sitt þann fimmta nóvember síðastliðinn. Boðið var upp á kaffi og kökur í hinni nýju reiðhöll félagsins og börnum leyft að fara á hestbak.

Félagsandinn blívur

Þingheimur á 56. Landsþingi LH var ekki tilbúinn að samþykkja tillögu Geysis um að fækka keppendum í hverjum flokki gæðingakeppninnar niður í 80 að hámarki og láta einkunnir ráða þátttökurétti.

Dregið um rásröð á HM og NM

Jóhann Skúlason og Hvinur frá Holtsmúla gætu orðið fyrstir keppenda í rásröð í tölti á heimsmeistaramóti. Landsþing LH samþykkti tillögu frá Geysi þess efnis að LH leggi það fyrir aðalfund FEIF að dregið verði um rásröð keppenda á alþjóðlegum mótum.

Lilja Pálmadóttir kaupir Kappa frá Kommu

Hofstorfan ehf., félag Lilju Pálmadóttur á Hofi á Höfðaströnd, hefur keypt tvo þriðju hluta í stóðhestinum Kappa frá Kommu. Vilberg Jónsson og Vignir Sigurólason halda eftir einum þriðja hlut.

Geðslag á Hrossarækt 2008

Ráðstefnan Hrossarækt 2008 verður haldin á Hótel Sögu laugardaginn 8. Nóvember og hefst klukkan 13.00. Ráðstefnan er öllum opin. Nokkur spennandi mál eru á dagskrá. Einkum fyrirhugaðar breytingar á kynbótadómum.

Best ef FEIF yrðu sjálfbær samtök

„Ef við viljum halda áfram útrás íslenska hestins og íslenskrar hestamennsku, þá er rökrétt að við styrkjum FEIF. Það væri hins vegar best fyrir samtökin að þau yrðu sjálfbær í framtíðinni. Við ættum að styrkja þau til þess,“ segir Haraldur Þórarinsson, formaður LH.

Hugmynd sem ber að fagna

„Ég fagna þessari hugmynd fagráðs. Með þessu er verið að koma til móts við hinn almenna hestamann og ræktanda í LH,“ segir Haraldur Þórarinsson, formaður LH, um þá hugmynd Kristins Guðnasonar að færa kynbótasýningar inn á hringvöll.

Kominn tími á breytingar

„Það er að mínu mati tímabært að ræða breytingar á sýningarformi kynbótahrossa. Ég hef verið þeirrar skoðunar um nokkurt skeið að hringvöllurinn sé betur til þess fallinn að meta hið raunverulega kynbótagildi. Auk þess finnst mér það fallegra sýningarform,“ segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt.