24.10.2008
Fimm félagar í hestamannahreyfingunni voru sæmdir gullmerki LH á Landsþingi samtakanna sem hófst í dag. Fjórir karlar og ein kona. Að mati viðstaddra voru þessir aðilar allir vel að merkinu komnir.
24.10.2008
Fimm félagar í hestamannahreyfingunni voru sæmdir gullmerki LH á Landsþingi samtakanna sem hófst í dag. Fjórir karlar og ein kona. Að mati viðstaddra voru þessir aðilar allir vel að merkinu komnir.
24.10.2008
Tuttugu og fjögra milljón króna hagnaður er af rekstri Landsmóts ehf. fyrstu níu mánuði ársins 2008, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri. Lárus Dagur Pálsson, stjórnarformaður Landsmóts ehf. gerði grein fyrir stöðunni á Landsþingi LH í dag.
24.10.2008
Lægra afgjald til Rangárbakka ehf. á stærstan þátt í auknum hagnaði Landsmóts ehf.. Þetta kom fram í svari Haraldar Þórarinssonar, formanns LH, í svari við fyrirspurn um afstöðu LH til leigu fyrir Landsmótssvæðin.
24.10.2008
Velta Landsambands hestamannafélaga hefur líklega aldrei verið meiri en á árinu 2007. Tekjur voru ríflega 45 milljónir og gjöld tæplega 42 milljónir. Tekjur fyrir árið 2006 voru 27 milljónir króna. Reikningar beggja ára voru samþykktir á þingi LH í dag.
24.10.2008
Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktar - samtaka Vestur-Húnvetninga var haldin í haust. Knapar ársins í Vestur Hún. eru Ísólfur Líndal, Helga Una Björnsdóttir og Aðalheiður Einarsdóttir. Hrossaræktabú ársins í Vestur-Hún. er Grafarkot.
24.10.2008
Hestamannafélagið Þytur í Vestur-Húnavatnssýslu hlýtur æskulýðsbikar LH fyrir árið 2008. Er það einróma álit að æskulýðsstarfið í félaginu hafi verið til fyrirmyndar.
22.10.2008
Lífið eykst í hesthúsahverfunum þegar harðnar á dalnum. Það hefur alltaf haldist í hendur. Þetta er haft eftir eldri hestamönnum sem muna tímana tvenna.
22.10.2008
Verð á heyi fyrir veturinn er ennþá óráðin stærð. Framleiðslukostnaður jókst verulega á þessu ári og almennt hefur verið talið að verð á 250 til 300 kílóa heyrúllu myndi hækka í átta til tíu þúsund krónur.
21.10.2008
Erlingur Guðmundsson tók við formennsku í Létti á Akureyri nú á haustdögum. Hann er Akureyringur í húð og hár. Hefur stundað hestamennsku í allmörg ár og setið í stjórn Léttis síðastliðin tvö ár. En hver eru helstu verkefnin framundan hjá Léttismönnum?