17.04.2009
Opið Íþróttamót TM og Mána fer fram 24.-26. apríl. Mótið er *World Ranking mót. Skráning fer fram mánudaginn 20.
apríl milli kl 19.00 og 22.00. Skráningin verður einungis í símum: 893-0304 (Þóra), 862-6969 (Sigrún) og 861-0012 (Hrönn).
17.04.2009
Ráslisti Líflandsmótsins er nú klár. Mikil spenna er í ungu knöpunum að fá að spreyta sig. Vert er að hvetja sem flesta til að
mæta í Reiðhöllina á sunnudaginn kemur, þann 19.apríl og hvetja ungu og efnilegu knapana okkar til dáða. Dagskrá mótsins verður
birt seinna í dag, föstudag.
17.04.2009
Keppnisnefnd og stjórn LH eru þessa dagana að móta tillögur að því hvernig samræma má rafrænar tímatökur á
kappreiðum í FEIF löndunum. Jóhann Valdimarsson hefur bent á að tímatökubúnaður sé ekki staðlaður. Talsverður munur geti
því orðið á tímum í hlaupum eftir því hvaða búnaður sé til staðar. Sá munur geti numið mörgum
sekúndubrotum. Sjá frétt um málið HÉR.
17.04.2009
Úrslit í Svarfdælsku mótaröðinni verða haldin í Hringsholti þriðjudagskvöldið 20 apríl kl 20:00. Knapar eru vinsamlegast
beðnir um að staðfesta þátttöku sína, ásamt nafni á hesti, fyrir sunnudag 19. apríl kl: 20:00 á tölvupóstfang: bjarna@dalvik.is eða í síma: 8622242
17.04.2009
Stórsýning Fáks 2. maí Nú styttist í stórsýningu Fáks en þessi risaveisla hestamanna verður haldin í
reiðhöllinni í Víðidal 2. maí næstkomandi. Stórknapinn Mette Manseth mætir í höllina með mjög svo óvænta
sýningu sem enginn má missa af. Ekki mun vanta uppá stóðhestakost sýningarinnar en Þristur frá Feti mun berja þar gólfið
ásamt sex afkvæmum, hæst dæmdi Ómurinn frá Kvistum mætir ásamt fjölda annara glæsi stóðhesta.
17.04.2009
Hið eina sanna Kvennatölt Gusts fer fram á laugardaginn kemur í reiðhöll Gusts í Glaðheimum í Kópavogi. Þetta er eitt stærsta
töltmót ársins þar sem alltaf ríkir gríðargóð stemming og glæsilegir hestar og flottar konur leika listir sínar.
16.04.2009
Sautján hestamenn- og konur tóku þátt í nýdómaranámskeiði Gæðingadómarafélags LH, sem haldið var á
Hólum í Hjaltadal nýlega. Þar af voru fjórtán nemedur á hestabraut Hólaskóla. Ekki er ennþá búið að reikna
endanlega út niðurstöður prófanna, en þær munu liggja fyrir næstu daga.
16.04.2009
Stóðhestaveisla Rangárhallarinnar er nú komin í Ljósmyndasafn lhhestar.is. Smelltu á "Ljósmyndasafn" hér til vinstri og þar finnur
þú Stóðhestaveislu Rangárhallarinnar, ásamt ljósmyndum frá öðrum viðburðum. Ljósmyndari er Jens Einarsson.
15.04.2009
Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl, verður keppt í 150m skeiði og gæðingaskeiði í Meistaradeild VÍS. Að þessu sinni fer
keppni fram í Ármóti. Samhliða mótinu verður stóðhestakynning.
15.04.2009
Samkvæmt lögum og reglum LH ber keppnisnefnd að gefa út lágmörk fyrir Íslandsmót á hverju ári, 3 mánuðum fyrir
mótið. Tekin var ákvörðun um að setja þau einum heilum neðar en meistaraflokkslágmörk eru nú og eru lágmörkin sem
hér segir: