Skeiðleikar 8.júlí

Miðvikudaginn 8. júlí verða þriðju Skeiðleikar af fjórum sem Skeiðfélagið stendur fyrir í ár.

Dagskrá og ráslistar Fjórðungsmóts 2009

Fjórðungsmótið á Kaldármelum verður haldið dagana 1. - 5. júlí. Fjöldi hesta og manna ætla að leggja leið sína á Kaldármela og stefnir allt í frábært Fjórðungsmót. Hér má sjá dagskrá og ráslista fyrir mótið. Allar upplýsingar er að finna á heimasíðu mótsins www.fm2009.lhhestar.is

Ljósmyndir frá Íslandsmóti barna

Ljósmyndir frá Íslandsmóti barna 2009 á Varmárbökkum er komið í ljósmyndasafn lhhestar.is. Smellið á "MYNDASAFN" á síðunni hér til vinstri og finnið safnið þar. Góða skemmtun.

Ólöf Rún og Valdimar Bergstað Íslandsmeistarar í fimmgangi unglinga og ungmenna

Ólöf Rún Guðmundsdóttir er Íslandsmeistari í fimmgangi unglinga á hryssunni Toppu frá Vatnsholti með einkunnina 6,55, það var svo Valdimar Bergstað sem vann sigur í fimmgang ungmenna á hestinum Oríon frá Lækjarbotnum og hlutu þeir einkunnina 7,19 í úrslitunum.

Valdimar Bergstað Íslandsmeistari í tölti ungmenna

Valdimar Bergstað er Íslandsmeistari í tölti ungmenna á hesti sínum Leikni frá Vakurstöðum, hlutu þeir félagar einkunnina 7,94 í úrslitunum.

Rakel Natalie Kristinsdóttir Íslandsmeistari í tölti unglinga

Rakel Natalie Kristinsdóttir er Íslandsmeistari í tölti unglinga á hestinum Vígari frá Skarði, hlutu þau einkunnina 8,06 í úrslitunum.

Róbert Bergmann Íslandsmeistari í tölti barna

Róbert Bergmann er Íslandsmeistari í tölti barna á hryssunni Brynju frá Bakkakoti og hlutu þau einkunnina 7,22 í úrslitunum.

Agnes Hekla Íslandsmeistari í slaktaumatölti ungmenna

Agnes Hekla Árnadóttir er Íslandsmeistari í slaktaumatölti ungmenna á Öðlingi frá Langholti með einkunnina 6,88.

Riddarar Norðursins ríða á Kaldármela

Það var fríður hópur knapa og hrossa sem útsendari Fjórðungsmóts mætti um helgina í hólfi í landi Húnsstaða í Austur-Húnavatnssýslu rétt við Húnavatnið.  Í ljós kom að þarna voru félagar úr Léttfeta og Stíganda úr Skagfirði á leið á Kaldármela og nefna þeir sig ,,Riddara Norðursins".

Camilla Petra Íslandsmeistari í fjórgangi ungmenna

Camilla Petra Sigurðardóttir er Íslandsmeistari í fjórgangi ungmenna á Kall frá Dalvík.