19.10.2012
Ég undirritaður lýsi ánægju minni með tillögu Fáks sem er á þingskjali nr. 23 fyrir landsþing LH. Tillagan snýr að þverhalla í beygjum hringvalla, en á aðalfundi FEIF í vor var samþykkt tillaga þess efnis að nýir hringvellir til íþróttakeppni skuli byggðir án hliðarhalla í beygjum sem verið hefur til þessa.
19.10.2012
Á hverju Landsþingi heiðrar LH nokkra félagsmenn sína sem skilað hafa miklu til starfa hestamannafélagann í landinu. Að þessu sinni voru fimm félagar heiðraðir.
19.10.2012
Æskulýðsnefnd LH afhendir Æskulýðsbikar LH á hverju ári til þess félags er þykir skara fram úr í æskulýðsstarfinu. Í ár var það hestamannafélagið Sleipnir sem hlaut þessa eftirsóttu viðurkenningu og eru þau vel að henni komin.
18.10.2012
Dagskrá 58. Landsþings LH má skoða hér á vefnum. Þingið verður sett föstudaginn 19. október kl. 13:00 á Reykjavík Hótel Natura.
18.10.2012
Skýrslur æskulýðsnefnda hestamannafélaganna hafa nú verið birtar hér á vefnum.
17.10.2012
Haustfundur hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður haldinn í félagsheimili Sleipnis, Hliðskjálf á Selfossi (í hesthúsahverfinu, Suðurtröð), miðvikudaginn 17. október kl. 20:00.
17.10.2012
Minnum dómara á að skrá sig sem allra fyrst til að hægt sé að áætla fjöldann í mat. Athugið að það er ekkert þátttökugjald !!
12.10.2012
Tvær tillögur liggja fyrir aðalfundi GDLH og má sjá þær hér fyrir neðan.
11.10.2012
Laugardaginn 13. október verður réttað á Melgerðismelum. Stóðið verður rekið inn kl. 13:00.
10.10.2012
Frestur til að tilkynna framboð til stjórnar og varastjórnar LH rann út þann 5. október s.l. Ekki komu fram nægjanlega mörg framboð til setu í varastjórn sambandsins, og hefur kjörnefnd því ákveðið að framlengja frest til framboðs í varastjórn til föstudagsins 12. október.