Námskeið á vegum Léttis veturinn 2012-2013

Það er markmið fræðslunefndar að bjóða upp á fjölbreytt úrval reiðnámskeiða þannig að allir finni sér eitthvað við hæfi. Félagsmenn Léttis hafa forgang ef fleiri umsóknir berast en hægt er að anna en ef áhugi reynist lítill falla námskeiðin niður. Upplýsingar um kostnað og skipulag námskeiðanna verða auglýstar nánar síðar.

Aðalfundur hestamannafélagsins Kjóavöllum

Aðalfundur Hestamannafélagsins Kjóavöllum verður haldinn 14.02.2013 kl. 20.00 í veislusal reiðhallarinnar í Glaðheimum.

Opið Karlatölt Harðar

Karlatölt Harðar í samvinnu við Brimco, Verslunartækni og Spónarval verður haldið næstkomandi laugardag 9.febrúar í glæsilegri reiðhöll Harðarmanna og byrjar kl 14:00.

KEA mótaröðin 2013

KEA mótaröðin verður í vetur haldin í reiðhöll Léttis á Akureyri. Á fyrsta mótinu sem haldið verður 14. febrúar, verður keppt í fjórgangi.

Ístölt Austurland 2013

Aðalatriðið er ísinn - Nú styttist óðum í hið árlega Ístölt Austurland sem Freyfaxi stendur fyrir á Fljótsdalshéraði, en það verður haldið 23. febrúar n.k. Mótið fer fram eins og undanfarin ár á Móavatni við Tjarnarland.

Landsliðsnefnd á faraldsfæti

Landsliðsnefnd LH mun verða á faraldsfæti þriðjudaginn 5. febrúar. Fulltrúar nefndarinnar ásamt liðsstjóra landsliðsins, Hafliða Halldórssyni, munu halda fund í félagsheimili Léttfeta á Sauðárkróki og kynna lykill að vali landsliðsins, dagskrá nefndarinnar fram á sumar og áherslur liðsstjóra.

Liðsstjóraspjall á Meistaradeild

Liðsstjóri landsliðsins, Hafliði Halldórsson, verður vitaskuld á fyrstu keppni Meistaradeildarinnar í Ölfushöll í kvöld. Þeim ungmennum sem stefna á HM-úrtöku í sumar gefst kostur á að hitta liðsstjórann og fara með honum yfir keppni kvöldsins. Hafliði mun hitta áhugasama í anddyri Ölfushallarinnar kl. 18:30.

Sirkuskennsla

Klikkernámskeið og The seven games Parelli. Ragnheiður Þorvaldsdóttir reiðkennari verður með "klikker námskeið" eða smellunámskeið, þar sem hesturinn er þjálfaður með hljóðmerkjum.

Einstaklingsmiðuð kennsla

Mikil eftirspurn hefur verið eftir einkatímum og því höfum við ákveðið að bæta við fleiri tímum. Opið er fyrir skráningar hjá Ragnheiði Samúelsdóttur í einstaklingsmiðaða kennslu, hver og einn kemur á sínum forsendum með sinn hest til kennara og fær leiðbeiningar og/eða aðstoð.

Afreksþjálfun – Ráðstefna 24. janúar 2013

Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt Háskólanum í Reykjavík standa að íþróttaráðstefnu í tilefni af Reykjavíkurleikunum, fimmtudaginn 24. janúar í húsakynnum Háskólans í Reykjavík.