14.09.2015
Sigurður V. Matthíasson sigraði 150m skeiðið á Létti frá Eiríksstöðum á tímanum 14,34 en þeir eiga jafnframt besta tíma ársins. Sigurbjörn Bárðarson sigraði gæðingaskeiðið á Flosa frá Keldudal með 8,17 í einkunn.
11.09.2015
Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi.
11.09.2015
Haustfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands mun hefjast mánudaginn 28. september nk.
10.09.2015
Við fyrstu sýn virðast þessir tveir hópar eiga lítið sameiginlegt. Hestamenn og mótorhjólamenn hafa þó átt í góðu sambandi til að auka öryggi beggja úti á vegum og í náttúrunni.
09.09.2015
Hilda Karen Garðarsdóttir verkefnastjóri hjá LH er komin aftur til starfa eftir fæðingarorlof.
08.09.2015
Stjórn Landssambands hestamannafélaga var falið það verkefni á síðasta Landsþingi að halda ráðstefnu um framtíð landsmóta. Fundurinn var áætlaður í vor en var frestað af óviðráðanlegum orsökum.
08.09.2015
Skeiðmót Meistaradeildar í hestaíþróttum fer fram á laugardaginn á Selfossi kl. 13:00.
07.09.2015
Nú er léttu og skemmtilegu haustmóti Léttis lokið. Mótið tókst í alla staði vel og var þægileg stemming á mótinu. Fáir en góðir hestar mættu til leiks og var gaman að sjá að skráningin var mest í fimmgang.
04.09.2015
Þriðjudaginn 1. september voru framkvæmdir á Hólum í Hjaltadal kynntar fyrir stjórn LH, stjórn LM, mannvirkjanefnd LH og fleiri aðilum sem koma að skipulagi Landsmóts hestamanna 2016.
01.09.2015
Í dag er síðasti skráningardagur á opið haustmót Léttis sem haldið verður um helgina.