08.05.2017
Enn og aftur þá er met fjöldi á Reykajvíkurmótinu enda mótið orðið viku mót. Mótið er World Rangking mót og viljum við biðja keppendur að kynna sér allar reglur mjög vel.
08.05.2017
Landsmót og WorldFengur bjóða hesteigendum að kaupa myndböndin sem eru af hrossum í þeirra eigu frá áðurnefndum landsmótum. Myndböndin eru varðveitt í WorldFeng en þar er verið að byggja upp verðmætan gagnagrunn með myndefni frá landsmótum.
05.05.2017
Vormót Léttis verður haldið maí 13-14 maí á Hlíðarholtsvelli, Akureyri. Við ætlum að byrja á að bjóða uppá alla flokka með fyrirvara um skráningar. Ef skráning er dræm í einhverja grein verður aðeins riðin forkeppni eða hún felld niður.
05.05.2017
SKRÁNINGARFRESTUR LENGDUR TIL KL. 17:00 Á FÖSTUDAG! Nú er hið geysi vinsæla og skemmtilega Bellutölt að bresta á. Bellutöltið verður 6. maí og er fyrir allar konur 18 ára og eldri. Keppnin hefst kl. 17:00
05.05.2017
Fjórðungsmót Vesturlands verður haldið í Borgarnesi 28. júní til 2. júlí 2017. Mótið er haldið af hestamannafélögunum fimm á Vesturlandi en auk þeirra eiga keppnisrétt fulltrúar frá hestamannafélögunum á Vestfjörðum, úr Húnavatnssýslum og Skagafirði.
01.05.2017
Fáksmenn hafa forgang í dag, 1. maí, til að skrá á WR Reykjavíkurmeistaramótið sem haldið verður í Víðidalnum 9.-14. maí n.k. Frá og með 2. maí, munu skráningar opnast fyrir aðra keppendur. Skráningarfresti lýkur síðan þann 4. maí.