19.01.2018
Landsmótin 1970-1986 eru komin inn á WorldFeng. Aðgengi að þessu ómetanlega myndefni fæst með ársáskrift 4.900kr. Endilega tryggið ykkur áskrift á worldfengur.com
17.01.2018
Vakin er athygli á Menntaráðstefnu FEIF 2018, sem verður haldin hér heima að Hólum dagana 23. - 25. mars nk. Á ráðstefnunni verður boðið upp á metnaðarfulla dagskrá með umfjöllun um nútímalegar kennslu- og þjálfunaraðferðir í hestamennsku, og verður hún ýmist reidd fram sem sýnikennsla eða fyrirlestrar.
15.01.2018
Landssamband hestamannafélaga hefur um árabil verið í samstarfi við ferðaskrifstofu varðandi ferðir á heimsmeistaramót íslenska hestsins. Nú hefur LH gert samning við ferðaskrifstofuna VITA Sport, og var það Sigurður Gunnarsson fyrrum handboltakempa, sem skrifaði undir samninginn fyrir þeirra hönd og Jóna Dís Bragadóttir varaformaður LH og nefndarmaður í landsliðsnefnd sambandsins skrifaði undir fyrir hönd LH.
15.01.2018
Um liðna helgi héldu stjórnarmenn og starfsfólk LH austur í Hveragerði. Það hefur verið árlegt verkefni að taka eina helgi í upphafi tímabils, til skipulags og ráðagerða.
15.01.2018
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) harmar mjög að einstaklingar innan vébanda þess hafi þurft að þola ofbeldi í tengslum við íþróttastarf. ÍSÍ fordæmir með öllu allt ofbeldi í starfsemi íþróttahreyfingarinnar enda er slík hegðun óásættanleg og ólíðandi.
11.01.2018
Endurmenntun HÍDÍ 2018 verður haldin á þremur stöðum á þessu ári: Selfossi, Fáki og Akureyri.
11.01.2018
Endurmenntun 11 janúar frestað vegna veðurs. Ný tímasetning auglýst síðar.
09.01.2018
FT heldur opið fræðslukvöld ætlað knöpum, kennurum, þjálfurum knapa og öllum áhugasömum um út frá hverju er dæmt í íþróttakeppninni, lykiláherslur í dómum með áherslu á líkamsbeitingu og burð.
08.01.2018
Miðvikudaginn 17. janúar næstkomandi kl. 19:30 í reiðhöllinni í Víðidal, stendur stjórn LH fyrir kynningarfyrirlestri á verkefninu „Sýnum karakter“ Sýnum Karakter: Hvernig hægt er að þjálfa sálræna og félagslega færni iðkenda í íþróttum.
02.01.2018
Aðalfundur Félags tamningamanna verður haldinn miðvikudagskvöldið 3. janúar kl. 20:00 í Guðmundarstofu í félagsheimili Fáks.