12.06.2012
LH vill minna þá sem sjá um mót hjá hestamannafélögunum og eru að nota Sportfeng að senda inn niðurstöður mótsins, þ.e. úr Kappa í Sportfeng.
12.06.2012
Landsamband hestamannafélaga fagnar samþykkt Alþingis á frumvarpi Innanríkisráðherra til breytingar á lögum nr.4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga sem tryggir að öll hestahús hvar sem þau standa á landinu flokkist a-lið 3 mgr.3.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.
06.06.2012
Laugardaginn 30. júní verður haldin þolreið frá félagssvæði Harðar að landsmótssvæðinu og endað á stóra hringvellinum á félagssvæði Fáks. Það geta allir tekið þátt á vel þjálfuðum reiðhestum en þolreið í þessari mynd er haldin árlega á íslenskum hestum um alla Evrópu.
06.06.2012
Sameiginlegt Hestaþing og úrtaka Mána og Brimfaxa úr Grindavík fór fram sunnudaginn 3.júní í brakandi blíðu. Mótið fór vel fram og tókst það fyrirkomulag vel að halda mótið með Brimfaxafélögum.
05.06.2012
Á Hestaþingi Sindra 2012 sem haldið verður 15-16. júní verða haldnar kappreiðar. Keppt verður í 100m fljótandi skeiði, 150m og 250m skeiði, 300m brokki og 300m stökki.
05.06.2012
Þau skötuhjú Helgi Björnsson og Vilborg Halldórsdóttir ferðast um landið í júní og taka hús á nokkrum af þeim fjöldamörgu einstaklingum sem eru að undirbúa sig fyrir Landsmót hestamanna, hápunkt hestamennskunnar á Íslandi.
05.06.2012
Boðað er til félagsfundar í hestamannafélaginu Gusti, þriðjudaginn 5. júní n.k. kl. 20.00 í reiðhöll félagsins í Glaðheimum.
04.06.2012
Landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga hefur, í samvinnu við Úrval Útsýn, sett saman ferð á HM2013 í Berlín. Af hverri seldri ferð rennur hluti til íslenska landsliðsins svo þeir sem bóka þessa ferð eru beinir þátttakendur í þeirri fjáröflun sem nú fer fram vegna landsliðsins okkar.
04.06.2012
Glæsilegu gæðingamóti Sörla og Sóta lauk á laugardag með glæsilegum sýningum í frábæru veðri og umhverfi á Sörlastöðum.
04.06.2012
Hestaþing Sindra verður haldið 15. - 16. júní næstkomandi á Sindravelli við Pétursey. Hestaþingið er jafnframt úrtaka fyrir Landsmót.