Úrslit frá folaldasýningu Sörla

Folaldasýning Sörla var haldin að Sörlastöðum í dag, 5.mars. 41 folald var skráð til leiks og dómarar voru Svanhildur Hall og Magnús Lárusson.

Fimmgangur á fimmtudag

Senn líður að fjórða móti Meistaradeildar í hestaíþróttum en þá verður keppt í fimmgangi. Mótið fer fram í Ölfushöllinni, Ingólfshvoli, næst komandi fimmtudag klukkan 19:30.

Folaldasýning Sörlastöðum/ráslisti

Folaldasýning Sörla verður haldin að Sörlastöðum á morgun, laugardaginn 5.mars og hefst hún kl.13.00. Frítt er inn á sýninguna og kaffisala gegn vægu verði. 39 folöld eru skráð til leiks og dómarar eru Magnús Lárusson og Svanhildur Hall. Dagskrá:  Fyrra holl (folald 1-20)  Hlé og uppboð  Seinna holl (folald 21-39)  Verðlaunaafhending

Fáksfréttir

Nú eru væntanlega allir að setja sig í gírinn fyrir Kvennakvöldið annað kvöld. Stelpurnar í Kvennadeildinni hafa lagt blóð, svita og tár í að allt megi sem best til takast, enda verður enginn svikinn af því að mæta á Kvennakvöld í Fáki.

Reiðnámskeið hjá hestamannafélaginu Funa

Fyrirhugað er reiðnámskeið með Ásdísi Helgu Sigursteinsdóttur reiðkennara. Ásdís Helga er menntaður reiðkennari frá Hólaskóla ásamt því að hafa náð góðum árangri bæði sem kynbóta- og keppnisknapi, heimasíða Ásdísar Helgu er http://asdishelga.123.is/home/

KEA mótaröðin

Skráning er hafin fyrir fimmganginn í  KEA mótaröðinni sem fram fer fimmtudaginn 10. mars og er skráning á  lettir@lettir.is  Skráningargjaldið er 2.500 kr. fyrir hvern hest, og það þarf að leggja inná 0302-26-15841 kt: 430269-6749 (a.t.h. þetta er ekki sami reikn. og vanalega er notaður, greiða þarf skráningargjaldið fyrir hádegi á fimmtudag). Mótið hefst kl. 19:00 og er knapafundur kl. 18:15

Hestadagar í Reykjavík, undirbúningur í fullum gangi.

Undirbúningur fyrir hestadaga sem haldnir verða 26.mars til 2.apríl 2011 er nú í fullum gangi.    Dagská hátíðarinnar er tilbúin og má sjá á http://www.hestadagar.is/

Fjörureiðtúr

Snæfellingur ætlar að standa fyrir reiðtúr laugardaginn  5. mars, þar að segja ef veður leyfir. Mæting kl. 12 að Stakkhamri og farið í reiðtúr þaðan og endað aftur þar.

FEIF YouthCamp - umsóknarfrestur til 6.mars

FEIF Youth Camp verður haldð í Skotlandi árið 2011. Dagsetning: 23. – 30. júlí 2011. Verð: 530 - 550 €.

Skráning á folaldasýningu Sörla í fullum gangi – 5.mars

Skráning á folaldasýningu Sörla sem haldin verður að Sörlastöðum næstkomandi laugardag er í fullum gangi.