11.04.2019
Nýlega keyptu stjórnir hestamannafélaganna Dreyra, Geysis og Snæfellings aðgang að myndefni landsmóta á WorldFeng fyrir alla sína félagsmenn.
10.04.2019
Forsala aðgöngumiða á „Þeir allra sterkustu“ fer fram í verslun Líflands, Lynghálsi 3 í Reykjavík og hjá Baldvini og Þorvaldi á Selfossi. Miðaverð er 3.500 kr.
09.04.2019
Eigendur margra af vinsælustu stóðhestum landsins hafa gefið toll í stóðhestaveltuna til stuðnings landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Þú kaupir umslag á kr. 35.000 og í umslaginu er tollur undir stóðhest með háan kynbótadóm.
08.04.2019
Olil Amble hefur verið tekin inn í landsliðshóp Íslands í hestaíþróttum.
Olil á langan keppnisferil að baki og hefur margoft tekið þátt í heimsmeistaramótum og Norðurlandamótum auk þess að hafa hlotið nokkrum sinnum Íslandsmeistaratitla.
05.04.2019
Stóðhestaveltan á "Þeir allra sterkustu" er mikilvægur hluti af fjáröflun landsliðsins og er LH afar þakklátt eigendum þeirra stóðhestanna sem eru í pottinum
05.04.2019
Þeir allar sterkustu, fjáröflunarmót landsliðs Íslands í hestaíþróttum, verður haldið í TM-höllinni í Víðidalnum laugardagskvöldið 20. apríl. Mótið er með talsvert breyttu sniði í ár. Landsliðsknapar Íslands í hestaíþróttum mætast í úrslitum í tölti, fjórgangi og fimmgangi, engin forkeppni verður og aðeins 6 knapar ríða úrslit í hverri grein. Einnig verður keppt í flugskeiði í gegnum höllina, knapar úr U21 landsliðshópi LH verða með glæsilegt sýningaratriði og á milli úrslita verður boðið upp á sýningar á glæsistóðhestum sem allir eru í pottinum í stóðhestaveltu landsliðsins.
04.04.2019
Stóðhestaveltan á "Þeir allra sterkustu" er óvenjuglæsileg þetta árið. Eigendur hátt dæmdra stóðhesta hafa gefið toll til stuðnings íslenska landsliðsins í hestaíþróttum.
30.03.2019
Skv lögum og reglum LH ber keppnisnefnd að gefa út lágmörk fyrir Íslandsmót á hverju ári, 3 mánuðum fyrir Íslandsmót.
27.03.2019
Fyrsta verkefni nýskipaðra landsliðshópa Íslands í hestaíþróttum var þátttaka í líkamlegum mælingum sem fóru fram 25. mars.
22.03.2019
VitaSport býður upp á spennandi skoðunarferð um Berlín í tengslum við Heimsmeistarmót Íslenska hestsins í sumar.