25.04.2018
Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram dagana 8. - 13. maí í Víðidalnum. Skráning á mótið hefst þann 25. apríl fyrir Fáksfélaga og 27. apríl fyrir aðra keppendur. Skránigarfresti lýkur á miðnætti 28. apríl.
24.04.2018
Skrúðreið hestamanna verður á laugardaginn kemur, þann 28. apríl kl. 12:30 í miðbæ Reykjavíkur. Skrúðreiðin vekur gríðarlega jákvæða eftirtekt í miðborginni og er mikil lyftistöng fyrir mannlífið þar.
23.04.2018
Eins og margir vita á einn af góðum félagsmönnum Sörla, Róbert Veigar Ketel, við erfið veikindi að stríða, og til að styðja við bakið á honum og fjölskyldu hans verður haldið styrktarmót þann 2. maí á Sörlastöðum í Hafnarfirði. Áætlað er að mótið hefjist kl. 18:00.
20.04.2018
Meistaradeild Líflands og æskunnar lauk með glæsibrag síðastliðið miðvikudagskvöld þar sem keppt var í gæðingafimi og flugskeiði í boði Límtré-Vírnets í TM-Reiðhöllinni í Fáki.
17.04.2018
Lokamótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar fer fram á morgun, miðvikudaginn 18. apríl, í TM Reiðhöllinni í Fáki. Þá verður keppt í gæðingafimi og flugskeiði í boði Límtré-Vírnets.
13.04.2018
Dagana 28 júlí til 4 ágúst verður haldið alþjóðlegt æskulýðmót FEIF YouthCup í Axevalla Travbana í Svíðþjóð.
13.04.2018
Hin árlega sýning Æskan og hesturinn verður haldin sunnudaginn 29. apríl næstkomandi í TM-Reiðhöllinni í Víðidal. Þar koma fram efnilegustu hestamenn landsins og sýna afrakstur vetrarstarfsins og er óhætt að segja að sýningin sé hápunktur vetrarstarfsins hjá hinum ungu knöpum.
13.04.2018
Starfsemi lyfjaeftirlits á Íslandi var færð í sérstaka sjálfseignarstofnun í dag þegar Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, skrifuðu undir skipulagsskrá Lyfjaeftirlits Íslands.
13.04.2018
Hólaskóli ætlar að vera með sýnikennslu líkt og þau voru með 2016 og vakti gríðarlega lukku. Hefst sú sýning í Léttishöllinni kl. 15.00 á föstudeginum 20. apríl og er engin aðgangseyrir að þeirri sýningu. Miðasala á annars vegar, Fáka og fjör sem og Stóðhestaveisluna hefst á mánudaginn kemur í verslun Líflands á Akureyri.
12.04.2018
Helgina 27.-29. apríl verður opið íþróttamót Hestamannafélagsins Mána haldið á Mánagrund í Reykjanesbæ. Boðið verður upp á flestar hefðbundnar greinar og flokka.