10.11.2008
Sigurbjörn Bárðarson, reyndasti knapi landsins, sér ýmsa kosti við að færa kynbótasýningar inn á hringvöll. Hann segir að skrokkstirðir hestar hafi fengið háan kynbótadóm en þó aldrei náð árangri á hringvelli vegna sinna líkamlegu annmarka.
10.11.2008
Jónas Vigfússon, formaður Funa í Eyjafjarðarsveit, hefur sett fram hugmyndir að nýjum útfærslum á sýningarbraut fyrir kynbótahross. Önnur er útfærsla á beinni braut með lykkjum í endum, en hin gerir ráð fyrir áföstum hringvelli.
10.11.2008
Jónas Vigfússon, formaður Funa í Eyjafjarðarsveit, hefur sett fram hugmyndir að nýjum útfærslum á sýningarbraut fyrir kynbótahross. Önnur er útfærsla á beinni braut með lykkjum í endum, en hin gerir ráð fyrir áföstum hringvelli.
10.11.2008
Jónas Vigfússon, formaður Funa í Eyjafjarðarsveit, hefur sett fram hugmyndir að nýjum útfærslum á sýningarbraut fyrir kynbótahross. Önnur er útfærsla á beinni braut með lykkjum í endum, en hin gerir ráð fyrir áföstum hringvelli.
10.11.2008
Auðsholtshjáleiga, Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir, er ræktunarbú ársins 2008. Er þetta í fjórða sinn sem búið hlýtur þennan titil. Ekkert annað bú hefur fengið titilinn jafnoft. Áður fékk búið titilinn 1999, 2003 og 2006.
09.11.2008
Ingimar Sveinsson á Hvanneyri hlaut heiðursverðlaun knapa 2008. Þau eru meðal annars veitt fyrir unnin afrek, langa og dygga þjónustu við hestaíþróttina, brautryðjendastarf, starf til fyrirmyndar, langan og gifturíkan keppnisferil.
09.11.2008
Efnilegasti knapinn 2008 er Teitur Árnason. Hann keppti í unglingaflokki á árinu. Venjan hefur verið sú að velja þennan knapa úr ungmennaflokki, nema sterk rök styðji annað. Var það svo í þetta skiptið.
09.11.2008
Íþróttaknapar ársins eru þeir Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Viðar Ingólfsson. Þessir tveir kappar háðu marga hildi hvor við annan á árinu og alltaf var mjótt á munum. Þeir eru einnig vinir og félagar og þjálfa hross á sama vinnusvæði. Valnefndinni þótti ekki stætt á að skilja þá í sundur á þessum tímapunkti.
09.11.2008
Skeiðknapi ársins er Sigurður Sigurðarson. Siggi átti mjög gott ár og kom víða við. Hann er jafnvígastur knapa um þessar mundir. Nær toppárangri hvort sem er í gæðingakeppni, íþróttakeppni, skeiðkappreiðum eða kynbótasýningum.
09.11.2008
Gæðingaknapi ársins er Árni Björn Pálsson. Hann kom, sá og sigraði í A flokki gæðinga á LM2008 á stóðhestinum Aris frá Akureyri með 8,86 í einkunn. Árni Björn kom víðar við.