Fimmtán folar á fjórða

Fimmtán graðfolar á fjórða vetur eru komnir á hús hjá Olil og Bergi í Syðri-Gegnishólum. Allt eru þetta folar undan þekktum stóðhestum og hryssum. Flestir eru frá Ketilsstöðum á Völlum.

Margur er ríkari en hann er

„Margur er ríkari en hann er“ sagði maður nokkur þegar hann fann hundrað krónu seðil í vasanum. Hann hefur sennilega verið skyldur Bibbu á Brávallagötunni. En sjálfur vissi hann hvað hann meinti.

Glotti er ekki seldur

Stóðhesturinn Glotti frá Sveinatungu hefur ekki verið seldur. Hann er ennþá í eigu Sigurðar Ragnarssonar í Keflavík. Þrálátur orðrómur hefur gengið um að Glotti sé förum til Danmerkur.

Blómlegt félagsstarf í Dreyra

Félagsstarf í hestamanna - félaginu Dreyra á Akranes er blómlegt. Hið árlega Glitnismót Dreyra hefur fyrir löngu skipað sér fastan sess hjá hestaíþróttafólki. Félagsheimlið á Æðarodda er til fyrirmyndar. Þátttaka í félagsstarfinu er góð.

Góður kippur í hrossaútflutningi

Góður kippur er í hrossaútflutningi. Líkur eru á að aukningin verði í ár upp á þrjú hundruð hross. Þegar hafa verið flutt út eitt hundrað fleiri hross nú en á sama tíma í fyrra. Nokkrar vélar fara með hross utan í desember. Sennilega hátt í tvö hundruð hross.

Gamlar tengingar vakna til lífsins

Ýmislegt bendir til að félagsstarf í hestamannafélögum eigi eftir að eflast í vetur. Stjórnir Fáks og Andvara, svo einhver félög séu nefnd, beina þeim tilmælum til fólks sem heldur hesta á svæðum félaganna að láta skrá sig í félögin og taka þátt í félagsstarfinu.

Fjármálaráð -stefna ÍSÍ

Íþrótta- og Ólympíuamband Íslands stendur fyrir fjármálaráðstefnu föstudaginn 28. nóvember og hefst hún klukkan 13.00 í Laugardalshöll. Þar verður meðal annars rætt um áhrif kreppunnar á íþróttahreyfinguna.

Vestur-Húnvetningar uppskera

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktar - samtaka Vestur-Húnvetninga var haldin í haust. Knapar ársins í Vestur – Hún. eru Ísólfur Líndal, Helga Una Björnsdóttir og Aðalheiður Einarsdóttir. Hrossaræktabú ársins í Vestur-Hún. er Grafarkot.

Vestur-Húnvetningar uppskera

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktar - samtaka Vestur-Húnvetninga var haldin í haust. Knapar ársins í Vestur – Hún. eru Ísólfur Líndal, Helga Una Björnsdóttir og Aðalheiður Einarsdóttir. Hrossaræktabú ársins í Vestur-Hún. er Grafarkot.

Vestur-Húnvetningar uppskera

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktar - samtaka Vestur-Húnvetninga var haldin í haust. Knapar ársins í Vestur – Hún. eru Ísólfur Líndal, Helga Una Björnsdóttir og Aðalheiður Einarsdóttir. Hrossaræktabú ársins í Vestur-Hún. er Grafarkot.