Andvari leiðir í Bikarkeppninni

Bikarkeppni hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu hófst með látum í reiðhöll Gusts í gærkvöldi. Húsið var fullt og mikil stemming þar sem hestamenn hvöttu sitt fólk til dáða með ýmsum leiðum. Í þessu fyrsta móti af þremur var keppt í þrígangi þar sem sýnt var fegurðartölt, brokk og hægt stökk.

Frá æskulýðsnefnd LH

Æskulýðsnefnd LH byrjaði fundarherferð sína í gær á fundi hjá Herði í Mosfellsbæ. Fundurinn var hugsaður fyrir hestamannafélögin á suðvesturhorninu.  Fámennt en góðmennt var á fundinum og ljóst að þeir sem mættu eru afar áhugasamir um málefni æskunnar. Það má benda þeim sem misstu af þessum fundi að fundað verður á næsta fimmtudag á Hellu og viku síðar á Akranesi. Einnig verða fundir á Neskaupstað, Akureyri og Ísafirði.

Ársmiðar á Meistaradeild VÍS

Ársmiðar Meistaradeildar VÍS verða seldir fram að keppni í fjórgangi, sem fram fer næstkomandi fimmtudagskvöld í Ölfushöll. Sex mót eru nú eftir í deildinni og kostar aðgangur að þeim kr. 8.500. Ársmiðinn kostar kr. 5.000, þannig að um verulegur afsláttur fæst með honum ef öll mót eru sótt.

Tilkynning til íþróttadómara

Samræmingarnámskeið HÍDÍ verða haldin mánudaginn 16. febrúar 2009 kl. 20:00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og 23. febrúar 2009 kl. 20:00 á Akureyri. Munið að hafa með ykkur 5.000 kr í reiðufé til greiðslu á félags- og námskeiðsgjaldi.

Vill setja þak á aksturskostnað

Íþróttadómarafélag LH lækkaði tímakaup dómara úr 2300 krónum í 2000 á aðalfundi félagsins í haust. Sigurður Ævarsson, stjórnarmaður í LH, og íþrótta- og gæðingadómari, segir að betra væri fyrir hestamannafélögin að þak yrði sett á aksturskostnað.

Meistaradeild VÍS í Sjónvarpinu

Á morgun fimmtudag verður fyrsti þátturinn um Meistaradeild VÍS sýndur á RÚV. Þátturinn er á dagskrá klukkan 18:25. Í fyrsta þættinum er sýnt frá afar spennandi keppni í smala eða hraðafimi, þar sem knapar sýndu mikil tilþrif.

Fáksfréttir

Reiðkennsla:Sigrún Sigurðardóttir verður reiðkennarinn okkar í höllinni í kvöld á milli kl. 20:00 og 22:00. Frítt fyrir skuldlausa félagsmenn í Fáki. Höllin lokuðí kvöld á milli 19:00-20:00 vegna æfinga fyrir æskan og hesturinn. Herrakvöld Fáks:Herrakvöldið verður næsta laugardag. Ómissandi þáttur í skemmtihaldi Fáksverja. Glæsilegt villibráðarhlaðborð að hætti Jonna Kokks, Helga Braga þrumar yfir lýðnum og Hermann eftirherma verður veislustjóri. Happadrætti með vinninga að verðmæti hátt í millj. Diskó og fjör.

Þingeyrar í Húnaþingi

Jörðin Þingeyrar í Húnaþingi var lengi þekktust af bónda sínum og frægum hestamanni, Jóni Ásgeirssyni. Sonur hans var Ásgeir Jónsson á Gottorp, sem ritaði bækurnar Horfnir góðhestar. Nú eru Þingeyrar aftur komnar í hóp virðulegustu hrossabúa landsins.

Íþróttasálfræði fyrir reiðmenn og reiðkennara

Fyrsta fræðslukvöld ÍSÍ samkvæmt nýjum áherslum í fræðslumálum verður haldið fimmtudaginn 12. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Boðið verður upp á fimm kennslustunda fyrirlestur um íþróttasálfræði. Þátttökugjald er einungis kr. 2.500.-.

Sýnikennsla FT-Norður vel heppnuð

Frétt frá FT: FT – norður fékk aftur til liðs við sig þrjá reiðkennara og hélt annað sýnikennslukvöld í Reiðhöllinni á Svaðastöðum 21. janúar sl. Tekinn var upp þráðurinn frá sýnikennslunni sem haldin var í nóvember.