10.02.2009
„Knapamerkjakerfið er hvetjandi,“ segir Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir reiðkennari á Blönduósi. Nú eru fimmtíu börn og
unglingar á reiðnámskeiðum á félagssvæði Neista. Sami fjöldi er á námskeiðum í knapamerkjakerfinu á svæði
Þyts á Hvammstanga.
09.02.2009
Nú líður senn að Ístölt Austurland sem fer fram á
Egilsstöðum þann 21. febrúar næstkomandi. Að venju verður barist um stóra titla. Einn þeirra knapa sem hafa titil að verja er Tryggvi
Björnsson frá Blönduósi. Í fyrra hafði hann sigur í B-flokki á Akk frá Brautarholti.
09.02.2009
Á þriðja tug hestamanna sátu almennan fund LH sem haldinn var á
Blönduósi síðastliðinn föstudag. Umræður voru gagnorðar og gagnlegar. Flestir voru sammála um að skerpa þurfi á ímynd
hestamennskunnar sem íþróttagreinar.
06.02.2009
Æskulýðsnefnd LH dró út þátttakendur fyrir Youth Camp sem haldið verður í
Bandaríkjunum í sumar eftir að hafa tekið viðtal við sjö einstaklinga.
06.02.2009
Opinn fundur með æskulýðsnefnd Landssambands hestamanna
Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga er á leið í fundaherferð um landið á næstu vikum í febrúar og
mars.
06.02.2009
Alvarlegt slys varð á svæði Andvara þegar tveir hestar fældust á bráðabirgða reiðstíg sem liggur rétt við blokk sem
verið er að byggja í svokölluðum Tröllakór. Rusli var hent niður af svölum byggingarinnar, hestarnir fældust og báðir mennirnar
slösuðust.
05.02.2009
Fyrsta mót Meistaradeildar VÍS fór fram fimmtudagskvöldið 5. febrúar. Keppt var í Smala, sem er eins og nafnið ber með sér í
ætt við forna íslenska reiðmennsku. Hestur og knapi þurfa að sýna liðleika, snerpu og hraða.
05.02.2009
Opna Bautamótið í tölti verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri 21. febrúar. Sjá nánar auglýsingu.
05.02.2009
Gámaþjónustan í Hafnarfirði býður nú hestamönnum í Sörla að taka við taði frá þeim á svæði
fyrirtækisins við Berghellu í Hafnarafirði. Þetta er umtalsverður sparnaður fyrir Sörlafélaga, sem hafa sjálfir þurft að bera
kostnað af að aka taðinu í Krísuvík eða Áfsnes.
05.02.2009
Flest hrossin sem fóru niður um ís á Tjörninni í Reykjavík voru aðeins þrjár til fimm mínutur í vökinni. Ekki tuttugu
mínútur til hálftíma eins og sagt var í fréttum. Hrossið sem var síðast upp úr var átta mínútur í
vatninu.