04.05.2009
Fundur um málefni LH og Landsmóts verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal miðvikudaginn 6. maí kl 20-22 í
fundarsal ÍSÍ. Til fundarins eru boðuð hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu, auk Mána í Keflavík. Stefnt er að
því að halda samskonar fundi um allt land á næstu vikum.
04.05.2009
Firmakeppni Freyfaxa 2009 var haldin í Stekkhólma þann 1. maí síðastliðinn. Keppnin er ein helsta tekjuöflun félagsins ár hvert og kann
Freyfaxi þeim fyrirtækjum sem studdu félagið í ár miklar þakkir. Hér eru úrslit mótsins:
04.05.2009
Ný reiðhöll hestamannafélagsins Mána í Keflavík, Mánahöllin, verður vígð með pompi og prakt laugardaginn 9. maí.
Boðið verður upp á hátíðardagskrá þar sem félagar í Mána, bæði börn og fullorðnir, sína listir
sínar á eigin gæðingum, auk þess sem ýmsir góðir gestir koma í heimsókn. Húsið opnar klukkan 19.00.
04.05.2009
Ljóskur að leik komu verulega á óvart á Stórsýningu Fáks sem haldin var í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina.
Þar sýndi Mette Mannseth listir sýnar á hryssunni Happadís frá Stangarholti.
01.05.2009
Ljóskur að leik er eitt atriðiðanna sem verður á Stórsýningu Fáks annað kvöld, Mette Mannseth verður með tvö atriði
á sýningunni og annað þeirra heitir Ljóskur að leik atriði sem ekki má missa af. Sýnir hún samband milli manns og hest sem henni er
einni lagið. Einnig verð fjölmörg flott sýningaratriði. Sem dæmi Hafliði Halldórsson mætir sjálfur með
Stórgæðinginn Ás frá Ármóti og Steingrímur Sigurðsson með Mídas frá Kaldbak.
01.05.2009
Sleipnismenn halda íþróttamót sitt um helgina á svæði félagsins á Selfossi. Hægt er að sjá allar upplýsingar um
mótið með því að smella á fyrirsagnir í RSS glugga hér til vinstri sem merktar eru "sleipnir.is".
01.05.2009
Sigurbjörn Bárðarson er sigurvegari Meistaradeildar VÍS 2009. Hann skaut yngri keppinautum sínum hressilega ref fyrir rass. Sigur hans var í höfn
áður en úrslit í síðustu keppnisgreinni fóru fram. Eyjólfur Þorsteinsson, sem var með 9 stiga forskot fyrir lokamótið,
náði ekki nema einu stigi út úr síðustu tveimur greinunum.