09.08.2010
Norðurlandamóti íslenska hestsins lauk í gær, sunnudaginn 8.ágúst. Íslenska landsliðið átti einn eða fleiri knapa í
flestum úrslitum. Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit mótsins.
07.08.2010
Keppni í b-úrslitum fór fram í dag á NM2010. Þrjú íslensk ungmenni kepptu til b-úrslita í slaktaumatölti. Ásta
Björnsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði með 6,74 á hestinum Hrafni frá Holtsmúla.
06.08.2010
Forkeppni í fimmgangi á NM2010 er nú lokið. Í keppni fullorðinna hafnaði Sigurður V. Matthíasson og Vár frá Vestra-Fíflholti
í 5.sæti eftir forkeppni með einkunnina 6,97. Efst er Camilla Mood Havig sem keppir fyrir Noreg á hestinum Herjann frá Lian en þau hlutu 7,30 eftir
forkeppni.
06.08.2010
Keppni í slaktaumatölti T2 fór fram seinnipartinn í gær á Norðurlandamóti íslenska hestsins sem haldið er í Finnlandi þessa
dagana. Íslensku keppendunum gekk vel og þá sérstaklega ungmennunum en alls eru fjögur ungmenni í úrslitum T2.
05.08.2010
Mjög góð þátttaka var á kynbótasýningunni á Gaddstaðaflötum í síðustu viku og hafa því komið
óskir um að sýningin sem hefjast átti 9. ágúst verði frestað um nokkra daga.
05.08.2010
Þau Skúli Þór Jóhannsson og Hanna Rún Ingibergsdóttir stóðu sig vel í dag í keppni ungmenna í tölti T1 á
NM2010. Skúli Þór hafnaði í 4.sæti eftir forkeppni með einkunnina 6,87 á hestinum Þór frá Ketu.
05.08.2010
Í tilefni af 40 ára afmæli Félags Tamningamanna verður haldin STÓRSÝNING í Reiðhöllinni í Víðidal laugardaginn
11.september.
05.08.2010
Forkeppni í tölti T1 fullorðinna á NM2010 er nú lokið. Þar stendur efstur Íslendingurinn Denni Hauksson á glæsihryssunni Venus frá
Hockbo með einkunnina 7,60. Glæsilegt!
05.08.2010
Í gær, miðvikudag 5.ágúst, hófst Norðurlandamót íslenska hestsins í Ypaja í Finnlandi. Keppni hófst á
fjórgangi í gærmorgun og þar stendur langefstur eftir forkeppni Nils-Christian Larsen á Sjólasyninum Rey frá Dalbæ með einkunnina 7,83.
03.08.2010
Fresta þurfti lokamóti Meistaradeildar VÍS sem halda átti í lok apríl og er svo komið að ekki verður hægt að ná öllum
knöpum saman til að halda lokamót. Einhverjir eru enn að glíma við pestina og aðrir hafa ekki möguleika á því að mæta.
Því hefur verið ákveðið að fella síðasta mótið niður í ljósi óviðráðanlegra aðstæðna og
verður staða stigasöfnunar liða og knapa að loknum 7 greinum af 9 látin verða lokastaða mótaraðarinnar.