19.08.2010
Opið gæðingamót Funa verður haldið á Melgerðismelum 21.-22.ágúst nk. Ákveðið hefur verið að framlengja frest í
kappreiðum til kl. 12 föstudaginn. 20. ágúst. Dagskrá mótsins má skoða hér.
18.08.2010
Nú er skráningu á Íslandsmót fullorðinna lokið og er skráning mjög góð, er það ljóst að um stórt og
glæslilegt mót verður haldið að Sörlastöðum í Hafnarfirði í næstu viku.
18.08.2010
Stjórnir LH, FH, og FT fagna þeim áfanga sem náðst hefur við greiningu á smitandi hósta í hrossum og þakka það mikla
rannsóknarstarf sem að baki liggur og gert var grein fyrir á fundi 17.08.2010.
17.08.2010
Þriðjudaginn 17.ágúst er seinast skráningardagur fyrir opið mót hestamanna á Melgerðismelum 21.-22. ágúst. Keppt verður í
A- og B-flokki, polla-, barna- unglinga- og ungmennaflokki og verður forkeppnin með þrjá inni á vellinum í einu.
16.08.2010
Myndir af Íslandsmóti barna, unglinga og ungmenna eru komnar inn á vef hestamannafélagsins Þyts, www.123.is/thytur, ef
fólk vill fá mynd senda í tölvupósti í fullri upplausn þá getur það sent póst á bessast@simnet.is.
16.08.2010
Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna fór fram dagana 12.-15.ágúst á Hvammstanga. Hér má finna úrslitin frá mótinu.
14.08.2010
Stefnt er að því að útflutningur hrossa hefjist á ný 15. september n.k. eftir fjögurra mánaða hlé vegna faraldurs smitandi
hósta.
13.08.2010
LH vill minna á að frestur til að senda inn tillögum fyrir Landsþing sem haldið verður á Akureyri 22.-23.október er 27.águst n.k.
13.08.2010
Á stjórnarfundi 12.ágúst 2010 var farið yfir fyrri samþykktir þess efnis að halda Landsmót 2010 árið 2011 á Vindheimamelum
í Skagafirði.
13.08.2010
Íslandsmót yngri flokka hófst í gær, fimmtudaginn 12.ágúst, á félagssvæði Þyts á Hvammstanga. Mótið
hófst á fjórgangi í öllum flokkum. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður eftir forkeppni.