05.04.2011
Árleg ungfolasýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður laugardaginn 9. apríl 2011 í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli að
þessu sinni í tengslum við Stóðhestaveislu Hrossaræktar.is.
05.04.2011
Skráning í Opna íþróttamót Mána (WR) verður miðvikudaginn 6 apríl í Mánahöllinni og í síma milli kl 20
og 22. Einnig verður tekið á móti skráningum á netfangið mani@mani.is.
01.04.2011
Eftirvæntingin eykst stöðugt fyrir Ístöltið „Þeir allra sterkustu“ sem fer fram á morgun, laugardaginn 2.apríl, í
Skautahöllinni í Laugardal.
31.03.2011
Föstudagskvöldið 1.apríl kl 20:00 blása hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu í lúðra og sameinast um að halda
fjölskylduvæna og hressilega sýningu í Reiðhöllinni í Víðidal, þar sem fjölbreytt skemmtun verður í boði og að
sjálfsögðu verður íslenski hesturinn í aðalhlutverki. Gestir munu fá að fylgjast með börnum og unglingum sýna gæðinga
sýna með stolti, ungmenni og fullorðnir sýna bæði klárhross og alhliðahross og að auki fá gestir innsýn í hluta af menntakerfi
hestamanna, nefnilega Knapamerkin.
31.03.2011
Ístöltið „Þeir allra sterkustu“ fer fram á laugardaginn, 2.apríl, í Skautahöllinni í Laugardal og hefst kl.20:00.
KÆNAN býður keppendum og sýnendum uppá kjötsúpu, KÖKUHORNIÐ býður uppá bakkelsi, MUSTAD býður uppá kaffi og
ÖLGERÐIN býður uppá gos.
31.03.2011
Undanfarna daga hefur myndband nokkuð farið eins og eldur í sinu um netheima. Þar má sjá hina fimm ára gömlu Auði Karenu fá
Hólkoti í Eyjafirði ríða stóðhestinum Friðriki X í hvassviðri.
31.03.2011
Stemmingin magnast fyrir Stóðhestaveisluna á Sauðárkróki á föstudagskvöldið. Ræktunarbú ársins mun eiga sína
fulltrúa á sýningunni en þeir kappar Gandálfur frá Selfossi, Gusts- og Álfadísarsonur, og Brimnir frá Ketilsstöðum, undan
Álfasteini frá Selfossi og Vakningu frá Ketilsstöðum, munu gleðja gesti.
31.03.2011
Gleðileikar Léttis verða haldnir laugardaginn 2. apríl í Top Reiter höllinni á Akureyri. Keppt verður í tölti og hefst keppni hefst kl
16.00.
31.03.2011
St. Radegund, March 2011, From 1st–7th of August 2011 THE major sporting event of the Icelandic Horses Scene will be staged in Upper Austria and will turn the idyllic village of St. Radegund
into the Mecca of Icelandic Horse Sports.
31.03.2011
Á Stóðhestaveislu 2011 sem fram fer í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki nk. föstudagskvöld kl. 20 munu koma fram ungir og
efnilegir hestar í bland við eldri og þekktari reynslubolta.