23.04.2014
Lífstöltið fer fram í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ á morgun, sumardaginn fyrsta og hefjast leikar kl. 11:00.
22.04.2014
Vegna dræmrar skráningar hefur Bikarkeppni LH verið aflýst. LH þakkar þeim sem skráðu sig auðsýndan áhuga og framtakssemi. Bikarkeppni LH kemst án efa á laggirnar við annað tækifæri og biðjum við þá áhugasama að sýna áhuga sinn aftur og vera með.
21.04.2014
Bikarkeppni LH mun fara fram 23. 24. apríl næstkomandi í reiðhöllum hestamannafélaganna Fáks og Spretts. Fyrri daginn verður forkeppni á báðum stöðum en seinni daginn munu öll úrslit fara fram í nýrri glæsilegri reiðhöll Spretts. Skráning fer fram í gegnum vefinn á http://skraning.sportfengur.com/
20.04.2014
Bikarkeppni LH mun fara fram 23. 24. apríl næstkomandi í reiðhöllum hestamannafélaganna Fáks og Spretts. Fyrri daginn verður forkeppni á báðum stöðum en seinni daginn munu öll úrslit fara fram í nýrri glæsilegri reiðhöll Spretts. Keppt verður í T3, V2 og F2 í fullorðins-, og ungmenna- og unglingaflokki.
19.04.2014
Hestamannafélagið Máni heldur Opið íþróttamót Mána sem fer fram helgina 25.-27. apríl nk. Máni hefur undanfarin ár haldið Opið íþróttamót í lok apríl. Mótið hefur verið vel sótt þar sem þetta er fyrsta opna íþróttamót keppnistímabilsins á Suðvestuhorninu.
16.04.2014
Skrifstofa LH verður lokuð á skírdag, föstudaginn langa og á annan í páskum. Venjulegur opnunartími verður á skrifstofunni þriðjudaginn 22. apríl. Athugið að svo verður aftur lokað á sumardaginn fyrsta.
16.04.2014
Æskulýðsmót Léttis og Líflands verður laugardaginn 19. apríl næst komandi. Mótið er opið og hefst stundvíslega kl 9:00. Skráning er hafin í Líflandi og er skráningargjald 1000 kr. fyrir fyrstu skráningu og 500 kr. fyrir aðra skráningu. Ekki verður hægt að greiða skráningargjald með korti.
16.04.2014
Íþróttamót Harðar verður haldið 2-4 maí næstkomandi. Skráning hefst 17. apríl og henni lýkur 29. april næstkomandi.
14.04.2014
Opið æfingamót í Trec þrautabraut verður haldið í Sprettshölinni, þriðjudaginn 15.apríl kl. 16:00 18:00. Dómarar munu gefa einkun og umsögn fyrir hverja þraut.
14.04.2014
Skrifstofa LH verður lokuð fram að hádegi í dag, mánudaginn 14. apríl.