Yfirlýsing frá LH vegna Íslandsmótanna 2014

Vegna þeirra aðstæðna sem upp eru komnar varðandi dagsetningar Íslandsmótanna í sumar, sendir stjórn LH frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

Fundaröð

Almennir fundir í fundaröð Fagráðs um málefni hestamanna hefjast í næstu viku. Með fulltrúum Fagráðs þeim Sveini Steinarssyni formanni Félags hrossabænda og Fagráðs og Gunnfríði Elínu Hreiðarsdóttur ritara Fagráðs, verður Haraldur Þórarinsson formaður Landsambands hestamannafélaga og munu þau verða frummælendur fundarins.

Námskeið ungra þátttakenda í Ólympíu

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, konu og karli, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 15. til 29. júní n.k. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið ólympísk gildi (Olympic Values) og sérstök áhersla er lögð á virðingu fyrir fjölbreytileikanum.

Gunnar Sturluson nýr forseti FEIF

Nú stendur yfir fulltrúaþing FEIF en þingið hófst á Hótel Natura í Reykjavík í gær. Á þinginu koma saman 120 fulltrúar allra þjóða innan FEIF. Í gærkvöldi fóru fram kosningar til stjórnar og var Gunnar Sturluson fyrrverandi varaformaður LH kosinn nýr forseti FEIF, fyrstur Íslendinga.

FEIF ráðstefna í Reykjavík

Dagana 7. - 9. febrúar 2014 á Icelandair Reykjavik Natura.

Fyrsta bikarmót Harðar

Fyrsta bikarmót Harðar verður haldið 14.febrúar næstkomandi og hefst stundvíslega klukkan 18. Um er að ræða mótaröð sem haldin verður í reiðhöllinni í Herði í vetur og munum við hefja leika á töltmóti. Mótið er að sjálfsögðu öllum opið.

Nýr og hestvænn leiðari íþróttadómara

Á vef isibless.is í dag, er greinargóð úttekt á þeim breytingum sem er að finna í nýjum leiðari fyrir íþróttadómara sem kynntur var á endurmenntunarnámskeiði Hestaíþróttadómarafélags Íslands (HÍDÍ) um helgina. Það var Þorgeir Guðlaugsson alþjóðlegur dómari og meðlimur sportdómaranefndar FEIF sem kynnti leiðarann, sem á m.a. að gera íþróttina hestvænni.

HíDÍ - endurmenntun kl. 10:00 í Víðidal

HÍDÍ helgi 24. - 25. janúar

Hestaíþróttadómarafélagið heldur aðalfund sinn föstudagskvöldið 24. janúar kl. 20:00 í E-sal í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Daginn eftir, laugardaginn 25. janúar verður síðan endurmenntun dómara kl. 10:00 í sal reiðhallarinnar í Víðidal.

Nýárstölt Léttis - úrslit

Nú er nýloknu frábæru nýárstölti hjá Léttismönnum. Mótið gekk hratt og vel og alveg er það á hreinu að ef þetta er það sem koma skal verður mikil gleði hjá Léttisfólki í vetur. Hrossin voru góð og knaparnir kátir, áhorfendur skemmtu sér einnig konunglega. Mótið var til styrktar Takti styrktarfélagi, þess má geta að 111,000 krónur söfnuðust og verða afhent sjóðnum á næstu dögum.