KEA mótaröðin 5g - uppfærður ráslisti

Komið er að keppni í fimmgangi í KEA mótaröðinni í Léttishöllinni á fimmtudagskvöldið kemur og hefst keppnin kl. 18 en knapafundur kl. 17.

FEIF Youth Cup - opið fyrir umsóknir

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Cup sem haldið verður dagana 11. - 20. júlí 2014 að Hólum í Hjaltadal. Heimasíðan www.lhhestar.is/is/youth-cup-2014 er upplýsingasíða mótsins.

Breytingar á landsliðsnefnd

Nokkrar breytingar urðu á landsliðsnefnd sambandsins nú fyrir skemmstu en eftir margra ára/áratuga farsælt starf í nefndinni létu þeir af störfum Bjarnleifur Bjarnleifsson og Sigurður Sæmundsson. Bjarnleifur starfaði sem formaður síðustu árin og óhætt að segja að vinnuframlag þessara manna sé algjörlega ómetanlegt í því félagslega umhverfi sem við störfum í.

Skráning á Svellkaldar hefst 27. febrúar

Svellkaldar konur verður haldið í Skautahöllinni í Laugardal laugardaginn 8. mars n.k. Mótið hefur skipað sér sess sem glæsilegt ístöltmót kvenna og jafnan mikil stemning fyrir mótinu. Keppt verður að venju í þremur styrkleikaflokkum en einungis 100 pláss eru í boði og hafa þau fyllst mjög fljótt eftir að skráning hefst. Hver knapi má einungis skrá einn hest til þátttöku.

Aðalfundur Fáks 5. mars

Aðalfundur Fáks verður haldinn miðvikudagskvöldið 5. mars n.k. í félagsheimili Fáks og hefst hann kl. 20:00. Venjubundin aðalfundarstörf og önnur mál eru á dagskrá og eru Fáksmenn hvattir til mæta.

Bikarmót Harðar á laugardag - fjórgangur

Bikarmót Harðar-fjórgangur verður haldið 28.febrúar næstkomandi. Mótið er öllum opið! Bikarmót Harðar er liður í LH-móti. Efstu knapar vinna sér rétt til að keppa fyrir hönd Harðar í lokakeppni sem haldin verður 3-4. apríl. Knapi er ekki skyldugur til að koma með sama hest í lokakeppnina.

Nýr framkvæmdastjóri LH og LM

Axel Ómarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna ehf. og Landssambands hestamannafélaga. „Stjórnir félaganna bjóða Axel velkominn til starfa og vonast til að eiga gott samstarf við hann um þau fjölbreyttu verkefni sem snúa að íslenska hestinum“, segir Haraldur Þórarinsson formaður Landssambands hestamannafélaga.

Svínavatn 2014 - skráningar

Mótið verður haldið laugardaginn 1. mars. Ísinn er afbragðsgóður og vel lítur út með veður og færi. Skráningar berist á netfangið thytur1@gmail.com í síðasta lagi þriðjudaginn 25. febrúar. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma.

Skrifstofan lokuð föstudag

Skrifstofa LH verður lokuð föstudaginn 21. febrúar. Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Á mánudaginn 24. febrúar verður skrifstofan opin eins og venjulega milli kl. 9 og 16.

Svellkaldar konur 8. mars

Ístöltmót kvenna, Svellkaldar konur, verður haldið í Skautahöllinni í Laugardal laugardaginn 8.mars n.k. Mótið verður með hefðbundnu sniði líkt og undanfarin ár og glæsilegt í alla staði.