Er hundur í hestunum?

Opnunaratriði Hestadaga í Reykjavík 3.apríl 2014 - Hér leiða saman hesta sína Hilmir Snær og hljómsveitirnar Brother Grass og Hundur í óskilum. Boðið verður upp á nýstárlegt, tónrænt uppistand í Norðurljósasal Hörpu. Íslenski hesturinn verður skoðaður frá öllum hliðum og rifjuð upp rysjótt sambúð hans við ótamin náttúruöfl og brokkgenga þjóð.

Úrtaka - nokkur pláss laus

Úrtaka fyrir Ístölt þeirra allra sterkustu fer fram á laugardaginn kemur og hefjast leikar kl. 18:30. Vegna forfalla eru nokkur pláss laus fyrir þá sem vilja spreyta sig á Skautasvellinu í Laugardal. Skráning fer fram hér: http://skraning.sportfengur.com/ og greiða þarf með korti um leið og skráning fer fram.

Sprettskórinn heldur kórskemmtun

Sprettskórinn heldur hina árlegu kórskemmtun og ball laugardaginn 22. mars 2014 í félagsheimili reiðhallar Spretts. Á söngskránni verða gamlar perlur í bland við nýjar, einsöngslög og dúettar. Grundartangakórinn verður gestakór á kórskemmtuninni.

Bikarmót Harðar - úrslit fimmgangs

Úrslit frá bikarmóti Harðar.

Ístöltið 10 ára - Úrtaka 22. mars, skráning hefst 16. mars

Ístölt þeirra allra sterkustu verður haldið laugardagskvöldið 5. apríl n.k. í Skautahöllinni í Laugardal. Það verður spennandi að sjá glæsitöltara og vígalega stóðhesta sýna þar listir sínar á ísnum. Heyrst hefur að mótið í ár verði eitt það sterkasta í áraraðir og öllu tjaldað til, enda Ístöltið 10 ára í ár!

KEA mótaröðin - Tölt

Vegna veðurs hefur töltinu í KEA mótaröðinni sem vera átti í kvöld, fimmtudagskvöld, verið frestað. Áætlað er að halda mótið þriðjudaginn 18.mars í staðinn. Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

Stjörnutölt Léttis

Stjörnutölt Léttis verður haldið í Skautahöllinni Akureyri laugardaginn 15. mars Húsið opnað kl. 19:30, keppni hefst kl. 20:00 Miðasala í Líflandi og Fákasporti og við innganginn

Svellkaldar stóðu undir nafni

Þær voru sannarlega glæsilegar og svellkaldar konurnar sem mættu á Skautasvellið í Laugardalnum í kvöld. Keppnin gekk vel í alla staði og engin óhöpp urðu á ísnum. Konurnar voru hver annarri glæsilegri og allar voru þær gríðarlega vel ríðandi.

Svellkaldar konur - uppfærður ráslisti

Ísmótið glæsilega, "Svellkaldar konur", verður haldið á laugardaginn kemur í Skautahöllinni í Laugardal og var kvótinn 100 skráningar fljótt uppurinn. Hér má skoða ráslista mótsins og brýna skal fyrir keppendum að fara vel yfir skráningar sínar og gera athugasemdir ef þarf, því skráningar eru alltaf á ábyrgð knapa.

Ískappleikar Léttis - frestun

FRESTAÐ! því miður þurfum við enn á ný að fresta mótinu um viku. Við erum alls ekki hætt við og bíðum bara eftir góðu veðri. Ískappleikar Léttis verða haldnir Laugardaginn 8. mars á Leirutjörninni í hjarta bæjarins okkar. Hryssu og stóðhestasýningar. Allir velkomnir.