KEA mótaröðin

Í ár verður KEA mótaröðin eins og undanfarin ár en með breyttu formi 6 lið keppa og hafa liðsstjórar verið valdir

Nýárstölt Léttis - ráslistar

Nú er allt að verða tilbúið fyrir Nýárstöltið. Mótið hefst kl. 16:00 laugardaginn 18. janúar. Byrjað verður á 2. flokki. Veitingar verða seldar á vægu gjaldi ásamt Dagatali til styrktar Takti. Stjórn Léttis minnir einnig á pub quiz í Skeifunni kl. 20:00 Hér fyrir neðan má sjá ráslistann.

LH og VÍS undirrita nýjan samning

VÍS hefur um árabil verið meðal dyggustu samstarfsaðila LH og staðið dyggilega við bakið á öllum viðburðum sambandsins, m.a. þeim stærsta, Landsmóti hestamanna.

Ráðstefna um afreksþjálfun

Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir íþróttaráðstefnu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík dagana 20. – 22. janúar. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu V101. Margir áhugaverðir fyrirlesarar munu flytja erindi um afreksþjálfun en ráðstefnustjórar verða þær Hafrún Kristjánsdóttir og Ragnhildur Skúladóttir. Fyrirlestrarnir fara bæði fram á ensku og íslensku.

Dómararáðstefna

LH í samvinnu við dómarafélögin, stendur fyrir dómararáðstefnu n.k. fimmtudag 16. janúar. Ráðstefnan verður haldin í E-sal í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hefst hún kl. 17. Fjölbreytt erindi og sjónarhorn munu koma fram á ráðstefnunni og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Nýárstölt Léttis

Nýárstölt Léttis mun fara fram í Léttishöllinni laugardaginn 18. janúar kl. 16:00. Að þessu sinni ætlum við að styrkja gott málefni og var Taktur styrktarsjóður fyrir valinu. Taktur eru styrktarsamtök sem veita hestamönnum fjárhagsstuðning sem orðið hafa fyrir alvarlegum áföllum af völdum slysa eða veikinda.

Tilkynning frá GDLH

Gleðilegt nýtt ár kæru Gæðingadómarar! Stjórn og fræðslunefnd hafa sett upp dagskrá af starfsemi vetrarins. Eftirfarandi dagsetningar og námskeið liggja fyrir: 16. janúar - Dómararáðstefna í samstarfi við LH og HÍDÍ 15. mars - Upprifjunarnámskeið í Reykjavík

Opinn fundur hjá Létti um móta- og æskulýðsmál í vetur

Stjórn Léttis og æskulýðsnefnd boðar alla áhugamenn um keppni og æskulýðsmál á fund í Léttishöllinni fimmtudaginn 9. Janúar kl. 20:00.

FEIF fréttir í byrjun árs

Það er nóg að gera við ýmis konar skipulag í samtökum hestamanna um allan heim. FEIF sendir út fréttabréf reglulega og heilsar einmitt nýju ári með einu slíku. Hér má lesa nokkrar fréttir frá samtökunum.

FEIF ranking 2013

FEIF ranking 2013 raðar á lista knöpum sem tekið hafa þátt í WR mótum 2013. FEIF ranking byggir á bestu tveimur einkunnum knapa í hverri grein en World ranking byggir á þremur eða fleiri einkunnum.