15.05.2014
Á stórmótum hestamanna hefur verið sýnt fram á skaðsemi tungubogaméla, en við notkun mélanna stigmagnast áverkar á kjálkabeini hesta eftir því sem á mótin líður. Um er að ræða illa meðferð á hestum.
13.05.2014
Stjórn LH sendi á dögunum bréf til Hr. Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Afrit fóru einnig á Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og yfirdýralækni Sigurborgu Daðadóttur.
12.05.2014
Landssamband hestamannafélaga hefur að tillögu landsliðsnefndar LH ráðið Pál Braga Hólmarsson sem liðsstjóra íslenska landsliðsins í hestaíþróttum og gildir samningurinn fyrir Norðurlandamótið í Herning í Danmörku í sumar. Páll Bragi mun hefja vinnu og undirbúning NM2014 strax.
12.05.2014
Nú var að koma nýtt uppsetningarforrit yfir Kappa og GagnaKappa. Forritið setur upp Interbase, Kappa og GagnaKappa og virðist virka á allar Windows vélar, óháð stýrikerfi og óháð því hvort um 32 eða 64 bita vélar er að ræða.
10.05.2014
Í miðasölu landsmóts er nú hægt að versla hjólhýsastæði með aðgengi að rafmagni. Stæðin eru rúmgóð og eiga að rúma auðvelda hjólhýsi/fellihýsi/tjaldvagn og bíl. Þriggja fasa stöðluð millistykki þarf til að tengjast rafmagnsstæðunum.
09.05.2014
Í morgun sendi stjórn LH frá sér bréf til FEIF með tillögu um að banna alla tunguboga með vogarafli í keppni og kynbótasýningum.
09.05.2014
Skrifstofa LH verður lokuð eftir kl. 13 í dag föstudaginn 9. maí. Vinsamlegast sendið tölvupóst á lh@lhhestar.is með erindi ykkar.
06.05.2014
Íþróttamót vorsins eru hafin og á landsmótsári er jafnan eftirsótt að komast inná topp 30 stöðulistann í tölti. Til að komast á listann þarf knapi að hafa náð árangri í tölti T1 í fullorðinsflokki á löglegu móti. Hér má sjá fyrsta stöðulista ársins.
06.05.2014
Páll Bragi Hólmarsson hefur verið ráðinn liðsstjóri íslenska landsliðsins fyrir Norðurlandamótið í hestaíþróttum sem fram fer í Herning dagana 30. júlí 3. ágúst 2014.
02.05.2014
Vegna umræðu sem verið hefur í kjölfar lyfjaprófs sem tekið var í Meistaradeild í hestaíþróttum og reyndist jákvætt vill Landssamband hestamannafélaga taka fram að lyfjaráð hefur ákært á grundvelli þeirra niðurstöðu og málið því komið til dómstóls ÍSÍ til meðferðar.