23.07.2014
Víðidal Reykjavík 23. -27. júlí 2014
18.07.2014
Í dag kynnti liðsstjóri íslenska landsliðsins, það lið sem heldur á Norðurlandamótið í Herning í byrjun ágúst. Páll Bragi Hólmarsson hefur haft það hlutverk að velja knapa í liðið og í dag var haldinn kynningarfundur á liðinu í húsakynnum ÍSÍ í Laugardalnum.
17.07.2014
Í dag fimmtudag hefst keppnin á Youth Cup á Hólum. Hér má sjá dagskrá mótsins og ráslista.
17.07.2014
Frábær dagur er nú að kvöldi kominn. Við skelltum okkur í dagsferð um Skagafjörðinn, við byrjuðum á að heimsækja Varmalæk og horfa á Kunningja frá Varmalæk og þótti hópnum mikið til koma. Magnea sýndi okkur hesthúsið og fleiri gæðinga sem voru heima við.
16.07.2014
Sökum anna höfum við ekki náð að senda inn frétt frá degi 4 og því kemur hann núna með degi 5. Nú er allri þjálfun lokið og á morgun verður hestunum gefið frí og krakkarnir fara í heimsókn í Skagafjörðinn.
14.07.2014
Dagur 3 gekk mjög vel. Allir þjálfararnir mættu spenntir á staðinn og hófu kennslu kl. 08:00 og kenndu til 18:15. Krakkarnir eru ánægð og hestarnir þreyttir eftir viðburðaríkan dag.
13.07.2014
Nú er dagur 2 að kvöldi kominn og gekk hann í alla staði vel. Krakkarnir æfðu sig á hestunum sínum og líður öllum vel og eru að mynda tengsl bæði við hesta og menn.
12.07.2014
Nú er fyrsta deginum hér á Hólum lokið og allir krakkarnir komnir með hesta. Óhætt er að segja að spennustigið hafi verið hátt þegar krakkarnir voru að fá hestana í hendur og prufa þá í fyrsta sinn.
10.07.2014
Dagana 11. - 20. júlí verður haldið alþjóðlegt æskulýðsmót - FEIF YOUTH CUP - hér á Íslandi. Það er í annað sinn sem mótið er haldið hér. Mótið fer fram á Hólum í Hjaltadal. Mótið er haldið af æskulýðsnefnd LH í samstarfi við æskulýðsnefnd FEIF.
07.07.2014
Skrifstofan verður lokuð mánudag og þriðjudag 6. - 7. júlí.