19.11.2012
Miðvikudaginn 21.nóvember kl. 18:00 í félagsheimili Fáks verður haldin opin fundur fyrir félagsmenn þar sem kynntar verða hugmyndir um breytingar á deiliskipulagi á félagssvæði Fáks í Víðidal/Faxabóli.
19.11.2012
Saga Andvara til 47 ára er að fara í prentun og það verður aðeins prentað einu sinni. Þetta verður flott eintak og góð jólagjöf.
12.11.2012
Hér inni á vefnum undir Ýmislegt, er að finna myndasafn frá Uppskeruhátíðinni um helgin. Kíkið á!
12.11.2012
Uppskeruhátíð hestamanna fór vel fram á Broadway á laugardagskvöldið var. Haraldur Þórarinsson formaður LH setti hátíðina og fól Gísla Einarssyni veislustjórnina og fór honum sá starfi afar vel úr hendi.
07.11.2012
Skýrsla um niðurstöður heilbrigðisskoðana á Landsmóti hestamanna og Íslandsmóti í hestaíþróttum árið 2012 hefur nú verið birt á vef Matvælastofnunar.
06.11.2012
Það styttist í hátíð hátíðanna í hestamennskunni því Uppskeruhátíð hestamanna fer fram á Broadway á laugardagskvöldið kemur, þann 10. nóvember.
02.11.2012
Föstudaginn 9. nóvember kl. 16:00 stendur dómraranefnd LH fyrir opnum fundi í húsakynnum ÍSÍ um dómstörf ársins 2012 bæði á gæðinga- og íþróttamótum. Einnig mun Sigríður Björnsdóttir dýralæknir kynna lokaniðurstöður úr "Klár í keppni" verkefninu.
31.10.2012
Valnefnd um knapaval starfar eftir reglum sem gilt hafa síðustu ár. Nefndin hefur að leiðarljósi velferð hestsins nú sem endra nær.
31.10.2012
Landsliðsnefnd LH boðar til opins fundar um málefni íslenska landsliðsins í húsakynnum Líflands, Brúarvogi 1-3 kl. 18:00 í kvöld. Allir áhugasamir hvattir til að mæta.
29.10.2012
Uppskeruhátíð æskulýðsdeildar Fáks 2012 fyrir börn og unglinga verður haldinn föstudaginn 2.nóvember í Félagsheimili Fáks. Mæting kl.19:30 í mat og áætluð lok skemmtunar er kl.22:00. Ókeypis aðgangur.