11.08.2010
Eigendur og umsjónarmenn eru hvattir til að fylgjast vel með folöldum. Ástæða er til að ætla að þau geti í einhverjum tilfellum
fengið lungnabólgu upp úr smitandi hósta og jafnvel drepist í kjölfarið ef meðhöndlun hefst ekki í tæka tíð.
10.08.2010
Vegna mikilla skráninga mun kynbótasýningin á Gaddstaðaflötum hefjast föstudaginn 13. ágúst. Tímaröðun verður birt eins
fljótt og kostur er.
09.08.2010
Ráslistar fyrir Íslandsmót yngri flokka sem fer fram á Hvammstanga dagana 12.-15.ágúst.
09.08.2010
Íslandsmót yngri flokka fer fram dagana 12.-15. ágúst nk. á félagssvæði Þyts á Hvammstanga. Hér má sjá
dagskrá mótsins.
09.08.2010
Norðurlandamóti íslenska hestsins lauk í gær, sunnudaginn 8.ágúst. Íslenska landsliðið átti einn eða fleiri knapa í
flestum úrslitum. Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit mótsins.
07.08.2010
Keppni í b-úrslitum fór fram í dag á NM2010. Þrjú íslensk ungmenni kepptu til b-úrslita í slaktaumatölti. Ásta
Björnsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði með 6,74 á hestinum Hrafni frá Holtsmúla.
06.08.2010
Forkeppni í fimmgangi á NM2010 er nú lokið. Í keppni fullorðinna hafnaði Sigurður V. Matthíasson og Vár frá Vestra-Fíflholti
í 5.sæti eftir forkeppni með einkunnina 6,97. Efst er Camilla Mood Havig sem keppir fyrir Noreg á hestinum Herjann frá Lian en þau hlutu 7,30 eftir
forkeppni.
06.08.2010
Keppni í slaktaumatölti T2 fór fram seinnipartinn í gær á Norðurlandamóti íslenska hestsins sem haldið er í Finnlandi þessa
dagana. Íslensku keppendunum gekk vel og þá sérstaklega ungmennunum en alls eru fjögur ungmenni í úrslitum T2.
05.08.2010
Mjög góð þátttaka var á kynbótasýningunni á Gaddstaðaflötum í síðustu viku og hafa því komið
óskir um að sýningin sem hefjast átti 9. ágúst verði frestað um nokkra daga.
05.08.2010
Þau Skúli Þór Jóhannsson og Hanna Rún Ingibergsdóttir stóðu sig vel í dag í keppni ungmenna í tölti T1 á
NM2010. Skúli Þór hafnaði í 4.sæti eftir forkeppni með einkunnina 6,87 á hestinum Þór frá Ketu.