21.06.2010
Í dag er síðasti skráningardagur á kynbótasýninguna á Gaddstaðaflötum sem hefst 28. júní. Tekið er við
skráningum í síma 480-1800 en einnig er hægt að skrá hross til sýningar á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands
www.bssl.is.
21.06.2010
Páll Bragi hefur valið ungmennið Teit Árnason í íslenska landsliðið í hestaíþróttum fyrir NM2010 sem haldið verður
í Finnlandi 4.-8.ágúst.
21.06.2010
Gæðingakeppni Léttis verður haldin 24.-25. júlí á Hlíðarholtsvelli, Lögmannshlíð.
Nánar auglýst síðar.
21.06.2010
Kynbótasýning verður haldin á Gaddstaðaflötum við Hellu vikuna 28. júní til 2. júlí. Eins og sjálfsagt flestir vita var
sýningunni sem vera átti 31. maí til 14. júní frestað vegna hrossapestar þannig nú þegar hefur verið tekið við þó
nokkrum skráningum á sýninguna.
21.06.2010
Þriðjudaginn 15. júní 2010, samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaráætlun sem felur í sér að Tilraunastöð
Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum eru tryggðar kr. 15.710.000 til sérstakrar rannsóknaráætlunar sem felst í að
greina orsök sjúkdómsins; smitandi hósti í hrossum sem lagst hefur á íslenska hrossastofninn undanfarna mánuði, greina uppruna hans,
kortleggja smitdreifingu og varpa ljósi á eðli sjúkdómsins og þætti sem hafa áhrif á alvarleika hans.
16.06.2010
Stjórn LH og Keppnisnefnd LH hafa ákveðið, í ljósi aðstæðna, að fella niður lágmarkseinkunnir fyrir Íslandsmót
fullorðinna 2010.
15.06.2010
Tillaga að rannsóknaráætlun var samþykkt í morgun á ríkisstjórnarfundi. Tilraunastöð Háskóla Íslands í
meinafræði að Keldum og matvælastofnun lögðu fram tillögu að rannsóknaráætlun vegna smitandi hósta í hrossum en kostnaður
við áætlunina er u.þ.b. 19 milljónir.
15.06.2010
Liðstjóri hefur valið tvo knapa til viðbótar í íslenska landsliðshópinn sem tekur þátt á NM2010. Þau Snorra Dal og
ungmennið Hönnu Rún Ingibergsdóttur.
15.06.2010
Stjórn hestamannafélagsins Hrings býður til fundar um búfjárhald í Dalvíkurbyggð.
Fundurinn er opinn öllum sem málaflokkinn varða á einn eða annan hátt. Fundurinn verður haldinn að Rimum,
þriðjudaginn 15.júní kl 20:00.
11.06.2010
Páll Bragi Hólmarsson liðstjóri hefur valið Kristján Magnússon og hryssuna Alda frá Trengereid til að keppa fyrir Íslands
hönd á Norðurlandamótinu í Finnlandi.