28.06.2010
Hollaröð á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum dagana 28. júní - 1. júlí 2010 er komin á vefinn hjá okkur.
Dómar hefjast kl. 12.30 mánudaginn 28. júní og þeim lýkur með yfirlitssýningu fimmtudaginn 1. júlí. Yfirlitssýning mun hefjast
kl. 9.00 með sýningu hryssna 7 vetra og eldri.
28.06.2010
Það lá að endum að Alþingi auðnaðist að samþykkja samgönguáætlun fyrir árin 2009-2012 á síðustu metrum
þingsins. Það lá fyrir að ekki yrði um neinar fjárheimildir til reiðvega að ræða fyrr en samgöngáætlun yrði
samþykkt á Alþingi.
28.06.2010
Í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi í hestasamfélaginu var ákveðið eftir samráðsfund hagsmunaaðila í
hestamennsku að best væri að fresta Íslandsmóti fullorðinna í hestaíþróttum til 25.-28. ágúst n.k.
25.06.2010
Fundur hagsmunaaðila í hestamennsku, sem haldinn var fimmtudaginn 24.06.2010, lýsir yfir stuðningi við starf dýralæknis hrossasjúkdóma hjá
MAST og Keldur, tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum, í baráttu þeirra við að greina sjúkdóm þann
sem herjar á íslenska hrossastofninn.
25.06.2010
Landssamband hestamannafélaga, Félag tamningamanna og Félag hrossabænda stóðu fyrir fundi í gær, fimmtudaginn 24.júní, þar sem
rætt var um stöðu hestamennskunnar á Íslandi í dag. Þar voru samankomnir fulltrúar ráðuneyta, háskóla,
hrossaútflytjenda, MAST, BÍ, LM auk fundarhaldara.
23.06.2010
Þann 30. júní munu níu af fremstu íþróttasálfræðingum Evrópu koma til landsins og halda ráðstefnu um
íþróttasálfræði og afreksíþróttir í samstarfi við ÍSÍ og Háskólann í Reykjavík.
Einkunnarorð ráðstefnunnar er hagnýting.
23.06.2010
Alþjóðlegi Ólympíudagurinn verður haldinn hátíðlegur um allan heim þann 23. júní. Þennan dag árið 1894 var
Alþjóðaólympíunefndin stofnuð.
23.06.2010
Opið íþróttamót verður haldið í Víðidalnum helgina 2. - 4. júlí. Mótið er World Ranking mót og verður
keppt í tölti, fjórgangi, fimmgangi, slaktaumatölti, gæðingaskeiði og 100m skeiði í öllum flokkum. Mótshaldarar áskilja sér
þó rétt til að sameina flokka ef næg skráning fæst ekki í einhverjum greinum.
22.06.2010
Sumarfjarnám ÍSÍ á 1. stigi þjálfaramenntunarinnar hefst mánudaginn 28. júní nk. Hægt er að skrá
þátttöku á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000 til og með föstudagsins 25. júní nk.
22.06.2010
Eins og skýrt hefur komið fram í fréttatilkynningum frá Mast er ekki hægt að tengja faraldur smitandi hósta sem nú fer um hrossastofninn
við neinar veirusýkingar sem þekktar eru fyrir að leggjast á öndunarfæri hrossa. Þar eru meðtaldar herpesveirurnar EHV-1, EHV-2, EHV-4 og EHV-5.