10.06.2010
Íslenska landsliðið fyrir NM2010 er farið að taka á sig mynd. Liðstjórinn Páll Bragi Hólmarsson hefur nú valið Denna Hauksson og
Venus frá Hockbo.
09.06.2010
Hestamannafélagið Kópur hefur til sölu happdrættismiða. Miðaverð er 1500 kr. Dregið verður 21.júní 2010.
Áhugasamir geta haft samband í síma 869-3486 (Kristín Ásgeirsd.) 865-5427 (Jón Geir) ef þeir hafa hug á að kaupa miða. Glæsileg
vinningaskrá.
09.06.2010
Sumarfjarnám 1. stigs almenns hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst 28. júní nk. Námið tekur 8 vikur og gildir jafnt fyrir allar
íþróttagreinar. Námið jafngildir íþróttafræði 1024 í framhaldsskólakerfinu og er metið sem slíkt.
09.06.2010
Þáttaskil urðu í starfsemi Söguseturs íslenska hestsins er það fékk á dögunum húsnæði undir starfsemi sína,
þ.e. sýninga-, rannsókna- og starfsaðstöðu.
08.06.2010
Söguseturs íslenska hestsins og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga munu opna ljósmyndasýninguna Hestar og menn á Hótel Varmahlíð,
sunnudaginn 6. júní nk., kl. 16.00.
08.06.2010
Fjöldi erlendra sjálfboðaliða hugðust koma til starfa á Landsmóti hestamanna í sumar. Hluti þessara sjálfboðaliða eru á
vegum samtakanna SEEDS og var áætlað að 9 manns kæmu þ. 21. júní til vinnu á Landsmóti og ynnu til 4. júlí en annar 9 manna
hópur áætlaði að koma 27. júní og starfa á mótinu og viku eftir það eða til 11. júlí nk.
08.06.2010
Æskulýðsnefnd Neista hélt uppskeruhátíð í gær fyrir alla krakkana úr námskeiðshópunum í vetur. Þau
mættu flest ásamt foreldrum. Farið var í þrautabraut, ratleik ofl.
08.06.2010
Páll Bragi Hólmarsson liðstjóri íslenska landsliðsins í hestaíþróttum hefur valið einn knapa í viðbót fyrir
Norðurlandamótið í hestaíþróttum sem haldið verður í Ypäjä í Finnlandi 4. – 8.ágúst 2010.
07.06.2010
Á fundi með knöpum 2. júní síðastliðinn í Félagsheimili Sleipnis kom fram að þeir teldu engan grundvöll fyrir
því að vera með sýningu fyrr en í endaðan júní, ástandið væri þannig á hrossunum. Einnig óskuðu
þeir eftir sýningu í lok júlí.
07.06.2010
Opið stórmót hestamanna verður haldið á Melgerðismelum 21.-22. ágúst, með sama sniði og í fyrra. Keppt verður í öllum
flokkum, tölti og kappreiðar. Í fyrra voru peningaverðlaun í kappreiðum og tölti fyrir 320 þús. kr. Varla verða þau minni í
ár.