10.05.2010
Mótanefnd, firmakeppnisnefnd og stjórn Léttis funduðu í dag og ákveðið var að fresta Firmakeppni og Opna Norðurlandsmótinu sem halda
átti í næstu viku. Stefnan er að halda firmakeppnina i kringum 17. júní ef heilsa hrossanna leyfir.
10.05.2010
Vegna kvefpestar sem nú herjar á hross hefur verið ákveðið að framlengja skráningafrest á kynbótasýninguna á
Sörlastöðum í Hafnarfirði til mánudagsins 10. maí. Hollaröðun mun því sennilega ekki birtast fyrr en föstudaginn 14.
maí.
07.05.2010
Á fundi framkvæmdanefndar Landsmóts hestamanna sem haldinn var í Skagafirði, 7. maí með dýralækni hrossasjúkdóma var
ákveðið að ekki verði hvikað frá undirbúningi Landsmóts þrátt fyrir að smitandi hósti gangi nú yfir
hrossastofninn.
Kynbótasýningum verður fram haldið samkvæmt auglýstri dagskrá. Ef á þarf að halda verða settar á
aukakynbótasýningar sem eingöngu verða ætlaðar þeim hrossum sem ekki hafa áður getað mætt vegna veikinda.
Í lögum og reglum Landssambands hestamannafélaga, grein 6.5, er heimild til þess að félögin haldi tvær umferðir
Landsmótsúrtöku.
07.05.2010
Eins og fram hefur komið var dýralækni hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun tilkynnt um smitandi hósta í hrossum á Hólum í
Hjaltadal hinn 7. apríl sl. Þeirri tilkynningu fylgdu upplýsingar um að veikin hefði sennilega mallað eitthvað en örguggustu tilfellin voru hestar sem komu
til Hóla nokkru fyrir páska en veikin breiddist mjög greinilega út frá þeim.
06.05.2010
Nú eru 4 vikur liðnar frá því tilkynning barst um smitandi hósta í hrossum, nokkuð samtímis í Skagafirði og á Suðurlandi.
Þá þegar var ljóst að veikin hafði búið um sig um nokkra hríð, 3-4 vikur hið minnsta og kannski miklu lengur.Þó ekki sé
búið að greina orsökina hefur nokkur reynsla safnast um gang veikinnar og myndin skýrist dag frá degi.
06.05.2010
Á fundi stjórnar LH með þeim Gunnari Erni Guðmundssyni hérðasdýralækni Gullbringu- og Kjósarsýslu og Vilhjálmi Svanssyni
dýralækni var lögð áhersla á að fara eftir tilmælum Sigríðar Björnsdóttur dýralækni hrossasjúkdóma
hjá Matvælastofnun.
05.05.2010
Undirbúningur fyrir Landsmót hestamanna gengur samkvæmt áætlun. Framkvæmdanefnd hefur þó áhyggjur af heilsu væntanlegra keppnishrossa
út af svonefndri hóstapest. „Já, menn eru að vinna hörðum höndum við að koma svæðinu á Vindheimamelum í flott stand og
skipuleggja alla þætti varðandi sýningar- og keppnishaldið. Því er hins vegar ekki að neita að kvefpestin er að hægja á
þjálfun víðast hvar og við erum því í miklu sambandi við hestamenn og dýralækna um allt land til að fylgjast með gangi
mála,“ segir Sigurður Ævarsson, mótsstjóri. „Við fundum nánast daglega og reynum að afla okkur allra þeirra upplýsinga sem fyrir
liggja.“
05.05.2010
Hollaröðun hefur verið birt á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands www.bssl.is. Dómar hefjast kl. 13:30 mánudaginn 10. maí og
lýkur með yfirlitssýningu miðvikudaginn 12. maí.
05.05.2010
Norðurlandmót í hestaíþróttum verður haldið dagana 4. – 8. ágúst í Ypäjä í Finnlandi. Í
Ypäjä eru aðstæður góðar og keppnisvæðið mjög skemmtilegt. Páll Bragi Hólmarsson verður liðsstjóri landsliðsins
og sér hann einnig alfarið um að velja keppendur í landsliðshópinn.
05.05.2010
Landssamband hestamannafélaga vill vekja athygli á því að búið að er að uppfæra Lög og reglur LH. Þær er hægt að
nálgast hér vinstra megin á síðunni undir hnappnum Lög og reglur LH.