17.05.2010
Vegna kvefpestar sem nú herjar á hross hafa skráningar verið dræmar á kynbótasýninguna á Sörlastöðum í Hafnarfirði
og þess vegna mun hún ekki hefjast fyrr en 25. maí, eins og þegar hefur verið tilkynnt. Mikið var um afskráningar í dag og nokkrir knapar hafa haft
samband og ætla að sjá til fram yfir helgi hvort þeir geti mætt með þau hross sem þegar hafa verið skráð til leiks.
17.05.2010
Dregið var í happdrætti Meistaradeildar VÍS á dögunum og eru upplýsingar um vinningshafana komnar inn á heimasíðu deildarinnar
www.meistaradeildvis.is
17.05.2010
Halda átti lokamót Meistaradeildar VÍS Sumardaginn fyrsta, 22. apríl s.l. En eins og flestir vita þurfti að fresta mótinu sökum þess að
hósta-og kvefpestin var komin upp í hrossum hjá rúmlega helmingi knapa deildarinnar.
14.05.2010
Kiljan frá Steinnesi hlaut háar einkunnir á héraðssýningunni í Víðidal, hækkaði í yfirlitinu og er kominn með
aðgöngumiða inn á Landsmót með aðaleinkunnina 8,71. Kiljan virðist hafa náð fyrri styrk eftir hóstapestina svonefndu og segir Þorvaldur
Árni Þorvaldsson, þjálfari hans, að hesturinn sé hress, sprækur og orkumikill. Nánast öll hrossin eru komin í þjálfun
á ný eftir pestina á hestabúinu Hvoli í Ölfusi þar sem Þorvaldur Árni er yfirþjálfari og tamingamaður.
12.05.2010
Vegna kvefpestar sem nú herjar á hross hafa skráningar verið dræmar á kynbótasýninguna í Hafnarfirði og því hefur verið
ákveðið að sýning þar hefjist ekki fyrr en 25. maí en ekki 17. maí eins og til stóð. Sýningunni lýkur með
yfirlitssýningu föstudaginn 28. maí og mun hún verða auglýst betur þegar nær dregur.
11.05.2010
Lífland býður konum í Reykjavík og nágrenni á kvennakvöld í verslun okkar að Lynghálsi, miðvikudaginn 12. maí kl.
18:00. Veldur hver á heldur – afköst hestsins endurspegla knapann. Hvernig hefur áseta okkar áhrif á hreyfingar hestsins? Getum við þvingað
hreyfingar hestsins með rangri ásetu eða stjórnun? Artemisia Bertus, tamningamaður og reiðkennari kemur til okkar og talar um samband manns og hests á
áhugaverðum fyrirlestri.
11.05.2010
Yfirlitssýning kynbótahrossa í Víðidal er á morgun miðvikudaginn 12. maí og hefst kl. 9:00. Byrjað verður á hryssum
í flokki 7 vetra og eldri og endað á stóðhestum 7 vetra og eldri. Reiknað er með að yfirlitssýningu verði lokið um kl.11.
Röðun í holl verður birt fyrir miðnætti í kvöld.
11.05.2010
Vegna mikilla veikinda í hestum á Akureyri og nágrenni hefur Léttir ákveðið að fresta kennslu á Knapamerkum 2-3-4 og 5 í 2 vikur og
þá verður staðan metin hvort hægt verði að halda áfram kennslu. Keppnisnámskeiðinu verður einnig frestað um 2 vikur og verður
staðan metin þá.
10.05.2010
Tölvunefnd LH hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur og haldið námskeið í Kappa – Mótafeng víðsvegar um landið við
góðar undirtektir. Vakin er athygli á því að komin er í gagnið nýr Kappi – Mótafengur og eldri útgáfur
úreltar.
10.05.2010
Hestapestin svonefnda virðist heldur í rénun og eru mörg hross á góðum batavegi, segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir
hrossasjúkdóma. Hún segir meðal annars í viðtali við fréttavef Landsmóts að þær vikur sem til stefnu eru fram að
Landsmóti ættu í flestum tilfellum að duga til að undirbúa hrossin fyrir mótið. Viðtalið við Sigríði í heild sinni fer
hér á eftir.