Átök Þorkels og Sveins á ráðstefnu um Sauðárkrókshrossin

Um hvað tókust þeir á, Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðurnautur, og Sveinn Guðmundsson, hrossaræktarmaður á Sauðárkróki? Á ráðstefnu um Sauðárkrókshrossin, sem haldin verður á Sauðárkróki laugardaginn 21. mars, mun Bjarni Þorkelsson á Þóroddsstöðum rýna í samskipti og átök þessara stórskipa í íslenskri hrossaræktarsögu.

Hrossaræktarfundur í Þingborg

Opinn fundur á vegum Félags hrossabænda og Bændasamtaka Íslands um málefni hrossaræktarinnar verður haldinn í Þingborg í kvöld  11. mars kl. 20:30.

Missi hestur skeifu skal hægja niður á fet

Af gefnu tilefni skal vekja athygli á því að á Landsþingi LH 2008 á Kirkjubæjarklaustri var samþykkt breyting á reglum um skeifur (grein 8.1.4.3.) Samkvæmt henni skal keppandi hægja niður á fet og ljúka keppni þannig. Á Ís-Landsmóti á Svínavatni, sem haldið var um síðustu helgi, reið Sigurður Sigurðarson á tölti eftir að hestur hans hafði misst undan sér skeifu. Hann var þó ekki dæmdur úr leik.

Nýr knapi í Meistaradeild VÍS

Þær breytingar urðu nú um helgina á liði Top Reiter að Páll Bragi Hólmarsson hefur hætt keppni í Meistaradeild VÍS. Í stað hans kemur inn varaknapi liðsins Guðmundur Björgvinsson. Guðmundur er flestum hestamönnum vel kunnugur en hann hefur tekið þátt í keppni og kynbótasýningum í mörg ár.

Ljósmyndir frá Svínavatni á lhestar.is

Safn ljósmynda frá Svínavatni er komið á www.lhhestar.is. Smelltu á "Ljósmyndir" hér til vinstri á síðunni og þá koma upp flokkar ljósmynda sem hægt er að velja úr. Ljósmyndari er Jens Einarsson: frettir@lhhestar.is

Lokaskráningardagur á málþing um ágrip er 11. mars!

Hestamenn eru minntir á að lokaskráningardagur á Málþingið "Út með ágrip" er á morgun, miðvikudaginn 11. mars. Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is og í síma 433 5000. Ekkert skráningargjald. Hægt verður að kaupa mat fyrir kr. 1.500, sem greiðist á staðnum, en taka þarf fram við skráningu hvort viðkomandi ætlar að vera í mat eður ei.

Gæðingadómarar fá sendan DVD disk

Gæðingadómarafélag LH hefur sent félagsmönnum sínum DVD disk ásamt kynningarbréfi um upprifjunarnámskeið sem haldin verða nú í mars. Þeir gæðingjadómarar sem af einhverjum ástæðum fá ekki diskinn í pósti í þessari viku eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu LH.

Tilkynning til íþróttadómara

Vegna fjölda áskorana hefur stjórn HÍDÍ ákveðið að gefa þeim íþróttadómurum sem  komust ekki  á    áður auglýst samræmingarnámskeið, kost á því að mæta á námskeið þriðjudaginn 17.mars 2009 KL 20.00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Góðviðri og gæðingar á Svínavatni

Hans Kjerúlf og stóðhesturinn Sigur frá Hólabaki voru maður og hestur Ís-Landsmótsins á Svínavatni, sem fram fór um helgina. Þeir sigruðu tvöfalt, bæði í B flokki og tölti og fengu þar með tvö hundruð þúsund krónur í verðlaun. Vignir Siggeirsson, bóndi á Hemlu, sló í gegn í A flokki á heimaræktuðum gæðiningi, Ómi frá Hemlu. Einmuna blíða var á Svínavatni allan mótsdaginn og mótið gekk afar vel fyrir sig.

Árshátíðamót Mána-Úrslit

Árshátíðamót Mána fór fram laugardaginn 7.mars. Mjög góð þátttaka var á mótinu þó að mjög kalt væri í veðri. Reiðhöllin var notuð til  upphitunar sem var góður kostur í kuldanum. Dómari var Jóhannes Ottósson.