Vetrarmót Keiluhallarinnar og Gusts – úrslit

Annað mótið í vetrarmótaröð Keiluhallarinnar og Gusts fór fram í Glaðheimum í gær. Um er að ræða þriggja móta syrpu þar sem þátttakendur safna stigum og í lok þriðja mótsins verða samanlagðir sigurvegarar svo verðlaunaðir sérstaklega. Stigakeppnin er mjög spennandi og jafnt á knöpum í mörgum flokkum, einn knapi hefur þó afgerandi forystu í sínum flokki, en það er Matthías Kjartansson í ungmennaflokki sem hefur sigrað á báðum mótunum hingað til.


MD VÍS - Úrslit slaktaumatölt

Þá er spennandi keppni í slaktaumatölti í MD VÍS lokið. Eftir forkeppni stóð efstur Eyjólfur Þorsteinsson, Málningu, á Ósk frá Þingnesi með einkunnina 7,37. Næst á eftir honum kom Bylgja Gauksdóttir, Líflandi, á Ösp frá Enni með einkunnina 7,30, og þriðji var Sigurður V. Matthíasson, Málningu, á Hyl frá Stóra-Hofi með einkunnina 7,17.

Bongó blíða á Svínavatni

Ís-Landsmótið á Svínavatni verður trúlega stærsta hestamannamót ársins norðan heiða til margra ára. Skráningar eru rúmlega 230. Fjöldinn af stórstjörnum eru á meðal þátttakenda eins og sjá má á meðfylgjandi ráslista. Veðurspáin er hagstæð.

Árshátíðarmót Mána

Árshátíðarmót Mána verður haldið laugardaginn 7. mars kl 13.00. Ef veður er mjög slæmt færist mótið inn í reiðhöll. . . Pollar keppa í reiðhöllinni.

Hestar tamdir fyrr en áður var talið

Hestar voru tamdir af manninum mun fyrr en áður var talið samkvæmt breskum fornleifafræðingum. Þeir hafa fundið merki þess að hross hafi verið notuð á menningarsvæði í Kazakhstan fyrir um 5.500 árum síðan.

SportFengur og Kappi 2009

Komin er á vefinn ný handbók um Kappa og Sportfeng. Hana má finna á pdf. formi undir hnappnum “Keppnismál” hér á lhhestar.is: Ný handbók SportFengs og Kappa 2009.

Í hvaða hestamannafélagi ertu? — Rétt skráning á ábyrgð knapa og eigenda

Keppendur, eigendur hesta og knapar þeirra, eru ábyrgir fyrir því að þeir séu rétt skráðir í félagatal LH og þar með Sportfeng. Allnokkrir hestamenn eru skráðir í tvö eða fleiri hestamannafélög. Þeir verða sjálfir að láta vita fyrir hvaða félag þeir ætla að keppa áður en keppnistímabilið hefst. Að öðrum kosti er undir hælinn lagt hvaða félag verður fyrir valinu í mótsskrá.

Sannkölluð veisla í KS-deildinni

Það var sannkölluð veisla sem var boðið uppá í töltkeppni KS-deildar í gærkveldi og þau allra sterkustu úrslit sem sést hafa í Svaðastaðahöllinni. Bjarni og Komma hikstuðu aðeins í forkeppninni, en voru komin í gírinn í B-úrslitum.

Meistaradeild UMFÍ - Breytingar á dagskrá

Ísleikar á Svínavatni hafa heldur betur sett strik í reikninginn hjá meistaradeild UMFÍ.  Að beiðni nokkurra liðsmanna meistaradeildarinnar hefur verið ákveðið að fresta fyrstu keppni sem átti að vera á laugardaginn kemur.  Þess í stað mun fyrsta keppni deildarinnar verða föstudaginn 13. mars og hefst hún kl. 1700.  Og til að jafna aðstöðu þátttakenda var ákveðið að keppni í smala verði frestað til 21. mars en slaktaumatölt T2 verði fyrsta keppnisdaginn eða 13. mars.

Aðrir vetrarleikar ársins hjá Gusti á laugardag!

Aðrir vetrarleikar ársins verða haldnir laugardaginn 7.mars nk. í boði Keiluhallarinnar og Gusts. Öllum er boðið í kaffi í Helgukoti á milli kl. 11 og 13 og skráning á vetrarleikana fer fram á sama stað á milli kl. 11 og 12, en mótið hefst kl. 13. Mótið er annað af þremur í stigamótaröð Keiluhallarinnar.