Næsti bær við Landsmót

Um fimm þúsund manns komu á sýninguna Æskan og hesturinn sem haldin var í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina. Sýningin er því næst stærsta hestamót sem haldið er á Íslandi. Aðeins Landsmót fær fleiri gesti. Alls voru haldnar fjórar sýningar og fullt var út úr dyrum á þeim öllum. Á einni sýningunni þurfti að loka húsinu þar sem ásóknin var svo mikil að komast inn.

Meistaradeild VÍS - Gæðingafimi

Næsta keppnisgrein í Meistaradeild VÍS er gæðingafimi. Keppnin verður næst komandi fimmtudag í Ölfushöllinni og hefst keppni klukkan 19:30. Gæðingafimin er mikil áskorun fyrir knapana. Þar eru allir þættir dæmdir sérstaklega og síðan heildarútlit sýningarinnar.

Meistaradeild UMFÍ - úrslit í fimmgangi og tölti

Hörkuspenna var í Rangárhöllinni í kvöld og margar glæstar sýningar litu dagsins ljós. Arnar Bjarki Sigurðarson sigraði fimmgang á Segli frá Miðfossum og Gústaf Ásgeir Hinriksson sigraði T2 á Knerri frá Syðra-Skörðugili

Æskan og hesturinn um helgina

Fjölskyldusýningin Æskan & hesturinn verður haldin um helgina í Reiðhöllinni í Víðidal. Alls verða haldnar fjórar sýningar, tvær á laugardaginn og tvær á sunnudag. Sýningarnar eru klukkan 13.00 og 16.00 báða dagana.

Stóðhestaveisla í Rangárhöllinni

Það verður sannkölluð stóðhestaveisla í Rangárhöllinni laugardaginn 11. apríl nk. kl. 14:00. Þá verða kynntir stóðhestar sem verða til notkunar á Suðurlandi sumarið 2009.

Hringvallarmálið er heitt

Fjölmenni var á fundi Guðlaugs Antonssonar, hrossaræktarráðunauts, og Kristins Guðnasonar, formanns fagráðs og Félags hrossabænda, í Þingborg í gærkvöldi. Heitasta umræðuefnið voru hugmyndir um að færa dóma á kynbótahrossum inn á gæðingavöll. Gunnar Arnarson, hrossaræktandi á Auðsholtshjáleigu, varar við þeim breytingum og segist sjá í þeim margar hættur.

Hápunktar LM2008 á DVD

Út er komin DVD mynd í tvöföldu hulstri á tveimur DVD diskum, samtals þrír og hálfur klukkutími af því besta frá Landsmóti hestamanna sem fram fór á Gaddstaðaflötum dagana 30. júní til 6 júlí 2008. Sýnt er frá setningu mótsins og öllum úrslitum, A og B úrslitum í öllum flokkum og eru þau í rauntíma.

Meistaradeild UMFÍ - Rásröð í fimmgangi og T2

Föstudaginn 13. mars mun Meistaradeild UMFÍ hefja sig til flugs í Rangárhöllinni, með keppni í fimmgangi og slaktaumatölti.  Hefst keppnin kl. 17:00 og mun standa yfir fram á kvöldið.  Mikil spenna er i unga fólkinu og verður gaman að sjá knapa og hestakost hjá þeim. UMFÍ býður alla velkomna, aðgangur er ókeypis.  Veitingar eru á staðnum á vegum Rangárhallarinnar. Keppt verður í fimmgangi og T2 og hefst keppni kl: 17:00 í Rangárhöllinni. Rásröð er eftirfarandi:

Fjörumóti Snæfellings frestað

Fyrirhugað fjörumót Snæfellings sem halda átti næstkomandi laugardag fellur niður vegna þess að aðstæður á vettvangi eru ekki hagstæðar, ótraustur ís á lækjum sem þarf að fara yfir, auk klakahröngls á fjörum.  Kannað verður með að halda þetta mót síðar þegar betur viðrar. Nefndin.

Svarfdælska mótaröðin 2.umferð

Þá fer að líða að annari umferð svarfdælsku mótaraðarinnar. Mótið verður með sama sniði og fyrsta umferð. Keppt verður í opnum flokki í tölti og fjórgangi, tölti og þrígangi hjá unglingum og þrígangi hjá börnum. Mótið verður haldið 19. mars og hefst kl 20:00 í Hringsholti.