09.06.2009
Sextíu kynbótahross hafa þegar náð lágmörkum inn á FM2009 á Kaldármelum. Fjörutíu og tvö eru með 8,0 og
hærra í meðaleinkunn fyrir sköpulag. Seiður frá Flugumýri 2 er með hæstu byggingareinkunnina og Bjarmi frá Lundum og Prinsessa frá
Birkihlíð með þá næst hæstu.
09.06.2009
Illingur frá Tóftum stimplaði sig rækilega inn í elsta flokk stóðhesta fyrir HM2009 í Sviss, á kynbótasýningu á
Gaddstaðaflötum í síðustu viku. Hann fékk 8,73 í aðaleinkunn og er nú þriðji hæst dæmdi íslenski stóðhestur
í heimi.
09.06.2009
Heimsmeistari 4 vetra stóðhesta frá því á LM2008, Seiður frá Flugumýri, hækkaði um 10 kommur í aðaleinkunn á
kynbótasýningu á Blönduósi. Hann hækkar fyrir sköpulag úr 8,48 í 8,57, og fyrir kosti úr 8,39 í 8,49.
08.06.2009
Miðvikudaginn 10. júní verða aðrir Skeiðleikar af fjórum sem Skeiðfélagið og stendur fyrir í ár. Verða þeir haldnir
að Brávöllum, félagssvæði Sleipnis á Selfossi og hefst keppni klukkan 20:00. Keppt verður í 100m, 150m og 250m skeiði. Við skráningu
þarf að gefa upp kennitölu knapa og ISnúmer hests.
08.06.2009
Ferðahandbókin Áfangar I og II bindi eru nú aðgengilegar á heimasíðu LH á pdf formi. Þar getur almenningur aflað sér
upplýsinga og fróðleik um hinar ýmsu reiðleiðir sem þar er að finna.
08.06.2009
Gæðingamót Harðar var haldið um helgina. Frábærir gæðingar og knapar léku listir sínar í blíðunni. Úrslit
urðu þessi:
08.06.2009
Gæðingamóti Sörla var haldið um helgina í blíðskaparveðri á Sörlastöðum. Mótanefnd Sörla þakkar öllum
þeim sjálfboðaliðum, dómurum, keppendum, áhorfendum. Síðast en ekki síst styrktaraðilum, sem voru Fagtak ehf. Tengi ehf. Og Kentucky Fried
Chicken.
08.06.2009
Það var sannkölluð bongóblíða á gæðingakeppninni sem fór fram á velli félagsins í gær og setti hún
afslappaðan svip á gott mót.
07.06.2009
Gæðingamót Geysis var haldið á Gaddstaðaflötum um helgina. Allgóð þátttaka var á mótinu, sem var opið mót.
Úrslit eru þessi:
05.06.2009
Vátryggingafélag Íslands (VÍS) gerði í dag rausnarlegan styrktarsamning við Landssamband hestamannafélaga og Landsmót ehf.