11.08.2009
Jens Einarsson:
Árangur Íslendinga á HM09 er allgóður, þótt hann sé ekki jafn glæsilegur og stundum áður. Ef eingöngu er tekið
Sportið, þá er staðan sú að í fullorðinsflokki unnust fjögur gull, fjögur silfur og eitt brons. Eftirsóttustu verðlaunin,
Tölthornið, kom í hlut Íslendinga.
11.08.2009
21.-23. ágúst verður haldið mikið mót á Melgerðismelum. Þar verður gæðingakeppni í öllum flokkum, töltkeppni og
kappreiðar með öllum skeiðgreinum og 300 m stökki og brokki. Peningaverðlaun verða í töltkeppni og kappreiðum.
10.08.2009
Jóhann R. Skúlason og Hvinur frá Holtsmúla eru heimsmeistarar í tölti. Jóhann og Hvinur stóðu efstir eftir forkeppnina með 8,43 í
einkunn. Í A-úrslitum bættu þeir um betur, hlutu hvorki meira né minna en 8,78 í einkunn og stóðu þar með langefstir. Þar með
var það ljóst að tölthornið var á leið heim aftur eftir stutta dvöl í Noregi.
10.08.2009
Þjóðverjarnir Lena Trappe og Vaskur von Lindenhof eru öruggir heimsmeistarar í fjórgangi. Lena og Vaskur stóðu efst eftir forkeppnina og héldu
yfirburðum sínum í A-úrslitunum sem skilaði þeim heimsmeistaratitlinum.
10.08.2009
Stian Petersen og Tindur frá Varmalæk eru heimsmeistara í fimmgangi 2009 en þeir keppa fyrir Noreg. Stian og Tindur fóru lengri leiðina að titlinum en
þeir enduðu í 9.sæti eftir forkeppnina, sigruðu B-úrslitin, mættu feikna sterkir til leiks í A-úrslitum og uppskáru
heimsmeistaratitilinn.
10.08.2009
Danmörk náði gullinu í 100m fljúgandi skeiði á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins. Það var Tania H. Olsen og Sólon frá
Strö sem náðu besta tímanum, 7.44 sek. Jafnir í 2.-3. sæti, á tímanum 7.47 sek, voru Íslendingarnir Bergþór Eggertsson á
Lótus og Valdimar Bergstað á Oríon.
08.08.2009
Jens Einarsson:
Yfirlitssýningum kynbótahrossa er lokið á HM09. Allmörg hross bættu einkunn sína dálítið. Bræðurnir frá Dal í
Danmörku, synir Svöni frá Neðra-Ási, eru enn á toppnum og Kvika frá Forstwald er þriðja efsta kynbótahrossið og efst hryssna.
Magnús frá Dal er hæstur bæði í aðaleinkunn og fyrir hæfileika. Knapi á honum var Agnar Snorri Stefánsson.
08.08.2009
Jens Einarsson:
Þórarinn Eymundsson á Krafti frá Bringu fékk sárabót þegar hann komst í B úrslit í tölti eftir úrfall annarra
keppenda. Hann nýtti tækifærið vel og vann slaginn. Hann mun því keppa í A úrslitum á morgun og er til alls líklegur. Yoni Blom,
Hollandi á Týrson frá Saringhof vann B úrslit í slaktaumatölti og þar með farmiðann upp í toppslaginn.
08.08.2009
Jens Einarsson:
Tveir hestar bættust í hóp vekringa undir 23,0 sekúndum í rigningunni í dag. Malu Logan, Danmörku, á Skyggni frá Stóru-Ökrum,
Galsasyni frá Sauðárkróki, fór á 22,28 sekúndum og skaust upp í sjötta sæti. Thomas Haag, Sviss, á Risa frá Schloß
Neubronn hljóp á 22.79 sekúndum og er í ellefta sæti.
08.08.2009
Jens Einarsson
Veðurspáin frá því í gær rættist og það rúmlega. Þrumur og eldingar – og þvílík úrhellis
rigning að annað eins hafa Íslendingar varla séð. Jafnvel ekki þeir sem aldir eru upp á Suð-Austurlandi. Á nokkrum mínútum
flóði mótssvæðið á HM í vatni. Lækir runnu eftir keppnisvöllum og áin, sem var yndisleg lítil spræna í gær,
varð að mórauðu fljóti á svipstundu.